Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
19.2.2007 | 22:46
Uppgjör Indónesíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.2.2007 | 13:25
Netsamband á hótelinu liggur niðri
Biggi biður fyrir bestu kveðjur til allra sem hafa verið að heimsækja síðuna og þakkar góðar kveðjur.
ISM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 13:40
I logreglufylgd
Annars var dagurinn bara finn, svakalega heitt og rakt ad vana. Eg var heitur til ad byrja med og hafdi viljad vera 2-3 undir eftir 4 holur en i stadinn var eg a pari eftir 5 holur, svona getur thetta nu verid skritiinn leikur.
Eftir thad for eg ad missa svolitid af brautum og var ad gera thetta svolitid erfitt en eg var mjog anaegdur med hvad eg bjargadi mer vel thegar eg thurfti. Madur tharf vist ad kunna thad lika. Thannig ad thetta var frekar stodugt golf i heildina sed 1 fugl og 2 skollar og rest par. Og er eg bara sattur vid thessa tvo daga og gott ad byrja arid a thvi ad na cuttinu , gefur manni sma sjalftraust. Eg hitti 7 brautir, 13 flatir og var med 32 putt i dag.
En annars thad sem var hvad eftirminnilegast i dag var ad sjalfsogdu logreglufylgdin i morgun og svo aftur seinnipartinn. Thetta er nu meira dekrid her a turnum, sma umferdatempa tha er logreglan kollud til. En i alvoru er verid ad djoka med umferdina her i Jakarta, alveg otruleg. Ef vid hefdum ekki fengid logreglufylgd seinnipartinn tha hefdi eg orugglega sofid i rutunni og thetta er ekkert grin!!!!! Aldrei a aevinni sed annad eins. Tok okkur 2 klst upp a hotel med 30 minutna leid i logreglufylgd. Ny reynsla i bankann herna, thad er alveg ljost.
Jaeja nu aetla eg ad fara fa meira meira sushi og fara svo ad lulla mer.
Bid ad heilsa i bili ble, ble!
Biggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.2.2007 | 09:08
Næturgolf í Indonesiu
Jæja þá er fyrsti hringurinn búinn og ég hálfpartinn líka ;)
Dagurinn byrjaði snemma í dag og hef ég ekki vaknað svona snemma fyrir golfhring síðan á landsmótinu a Hellu í denn, þegar um 300 keppendur voru og maður gisti í bænum og brunaði um morguninn. Þegar klukkan hringdi kl 03:45 fannst mér ég vera nýsofnaður og stalst á snúsi og fékk auka 15 mínótur sem gerðu gæfumuninn. Rútuferðin sem yfirleitt tekur klukkutíma tók ekki nema tæpan hálftíma því það var nú ekki mikil traffík klukkan 04:45 þegar rútan fór að stað. Ég byrjaði að slá í myrkrinu því það byrjaði ekki að birta fyrir en 30 mínótum fyrir teigtíma. Eftir upphitunina byrjaði ballið, Fyrsta höggið smurt á braut og ég endaði holuna á solid pari og þannig gekk það fyrstu 7 holurnar. Karlinn var glaður þangað til á 9 holu en þá kom smá babb í bátinn, á þeirri holu átti ég frábært drive inn á miðja braut en misreiknaði mig aðiens og því ég hélt að ég væri svo högglangur og tók kylfu of lítið og boltinn fór beinustu leið í vatnið :(,það var það versta sem ég gat gert á þeirri holu því þegar ég tók fjórða höggið sem var líka yfir vatn fór ég yfir vatnið og endaði of langur og eftir sat mjög erfitt vipp, en vippið gekk ágætlega en ég missti púttið. Endaði á 7 höggum sem var frekar súr biti að kyngja því ég sem var að spila svo vel.
En ég var nú ekki að velta mér of mikið upp úr því því ég átti 9 holur eftir og betra var að einbeita sér að næsta höggi sem var smá bið í vegna þess að við náðum síðasta holinu sem var ræst út á 10.teig í morgun. Reiðin rann fljótt af mér og uppskar ég 3 fugla og einn skolla og endaði á 71. höggi. Ég hitti 10 brautir af 15 á hinum var ég
bara i kantinum, 13 grín og átti 30 putt.
Ég er bara nokkuð sáttur við fyrsta hringinn árinu, þetta er eitthvað til
ad byggja a.
Ég fór svo beint upp á hótel að leggja mig því það var gróðalegur hiti og
raki og átti ég lítið sem ekkert eftir.
Núna er svo bara að safna kröftum og ætla að gera betur a morgun.
bið að heilsa i bili........
Kveðja frá Indonesiu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.2.2007 | 12:47
Dekur og æfing
Dagurinn byrjaði á því að ég var svo sendur í dekur á boði Eurpeantour weekly þar sem þeir eru að gera þátt um kappann. Það var verið að taka upp viðbót við það sem var tekið upp í gær og í dag var ég sendur í asískt nudd, heita bakstra og fékk rosalegasta höfuðnudd ever:), var látinn í slopp, látinn bera á mig sólarvörn og meira sprell(ég vona nú samt að þeir klippi það út). Það var rosalega gaman að fá að taka þátt í þessu og verður þátturinn European weekly sýndur næsta miðvikudag. Eftir dekrið og hádegismat var haldið út á golfvöll, það var rosalegur hiti í dag og mjög mikill raki. Það mátti ekki spila á vellinum í dag þannig að ég sló og æfði púttin mjög vel og æfði strokuna á grínunum. Þegar ég kom á hótelið þá datt ég inn í myndina Never been kissed og er hún bara alveg ágæt afþreying. Núna ætla ég að fá mér smá meira sushi og henda mér í háttinn því það er wake up kl 04:00 í nótt því að rútan fer klukkan 04:45 ég er í fyrsta holli.
Læt heyra hvernig hringurinn gekk á morgun.
Biggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2007 | 16:26
Frábært sushi
Verð að nefna það að hér í Indonesiu er besta sushi sem ég hef á ævinni smakkað.
Æfingardagurinn í dag var mjög fínn, ég spilaði 18 holur, æfði stuttaspilið og púttin. Völlurinn er mjög fínn, mikið af vötnum, lítil grín og mjög mikilvægt að vera á braut. Það er bermúdagras á grínunum þannig að það er svolítið erfitt að lesa þau en ég vinn bara í því á morgun að kynnast þeim aðeins betur. Það var mjög fínn hiti í dag að vísu svolítið rakt og þegar sólin lét sjá sig þá hitnaði mikið en alls ekki neitt óbærilegt. Ég er búinn að fá rástíma á fimmtudaginn og verð í fyrsta holli klukkan 06:30 þannig að ég þarf að vakna mjög snemma því að það tekur klukkutíma að keyra á völlinn frá hótelinu. Eftir æfinguna í dag fór ég í nudd, slakaði vel á, fékk mér að borða og núna er kominn háttatími á kallinn.
Biggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2007 | 18:52
Indonesia
Jæja jæja, ég ætla að prófa að blogga því það eru svo spennandi ár framundan hjá mér.
Ég er að fara að taka þátt í mínu fyrsta móti á nýju ári en þetta er þriðja mótið mitt á 2007 golftímabilinu á túrnum.
Ég fór frá Lúxembourg í gær (sunnudagskvöld) og lenti á flugvellinum í Jakarta um kvöldmatarleitið daginn eftir. Flugið gekk vel og þegar ég kom út af flugvellinum þá tók á móti mér mjög mikill raki og hiti. Það var mikið menningarsjokk að keyra í gegnum borgina Jakarta enda fátt eins og maður er vanur í Evrópu og þessum löndum sem ég hef verið að fara til sl. ár. Hóelið er mjög fínt en það er mjög mikil öryggisgæsla á hótelinu og minnti mig mikið á að fara í gegnum öryggishlið á flugvöllum því allir bílar sem eru að koma á hótelið eru stoppaðir, skoðað inní þá og fólkið þarf að fara í gegnum hlið eins og er á flugvöllunum. Þar sem tímamunurinn eru +6 tíma þá fékk ég mér smá að borða og ætla að halla mér til þess að vera hress og sprækur á morgun þegar ég tek fyrsta æfingarhringinn minn á vellinum. Ég hef fulla trú á að þetta verði skemmtilegt og ég mun gera mitt besta . Hver veit nema ég bloggi eftir morgundaginn.. það er að segja ef einhver nennir að lesa þetta blogg mitt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar