Leita í fréttum mbl.is

Kominn í gegn

Því miður er tölvusambandið á hótelinu búið að vera til leiðinda en ætti að vera komið núna.

Lífið á Marbella er ljúft og gott og ennþá skemmtilegra þar sem maður komst áfram í mótinu Wink.  Veðrið, hótelið og golfvöllurinn eins og best verður á kosið.  Hringurinn í gær gekk bara vel fyrir sig en ég var oft að lenda í því að hitta góð högg sem fóru ekki á rétta staði vegna þess að ég var að velja ranga kylfu.  Völlurinn er þröngur með þéttu röffi og grínin eru með miklu landslagi þannig að það er eins gott að vera beinn og staðsetja sig rétt.  Sonur minn labbaði með mömmu sinni seinni níu holurnar í gær og var það í fyrsta sinn sem hann labbar með á móti hjá mér.  Ég er búinn að vera að pútta mjög vel á mótinu og nokkuð sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að ég sé ekki að slá eins og ég óska eftir þá er ég að skora ágætlega.   Fyrir daginn í dag var tekin sú ákvörðun að spila á 2-3 höggum undir pari til að komast áfram og gekk það eftir og gott betur en það þannig að ég get ekki verið annað en sáttur með daginn.  Konan labbaði með í dag á meðan aupairin okkar passaði krílin á hótelinu.  Eftir hringinn í dag gerðum við heiðarlega tilraun til að fara á ströndina en það kom allt í einu svo mikil hafgola og mikið sandfok að við gáfumst fljótt upp og drifum okkur í sundlaugargarðinn og þar var leikið með krökkunum til að verða átta í kvöld.  Það er alveg æðislegt að geta haft fjölskylduna með á mótunum.  

Bestu kveðjur

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Eva Auðunsdóttir

Gangi þér allt í haginn 

Auður h magz......

Auður Eva Auðunsdóttir, 11.5.2007 kl. 21:31

2 identicon

Svo er bara að massa þetta um helgina

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:14

3 identicon

Ég veit nákvæmlega ekkert um golf, en ég er alveg svakalega stolt af þér!

Gangi þér vel  

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband