13.2.2007 | 16:26
Frábært sushi
Verð að nefna það að hér í Indonesiu er besta sushi sem ég hef á ævinni smakkað.
Æfingardagurinn í dag var mjög fínn, ég spilaði 18 holur, æfði stuttaspilið og púttin. Völlurinn er mjög fínn, mikið af vötnum, lítil grín og mjög mikilvægt að vera á braut. Það er bermúdagras á grínunum þannig að það er svolítið erfitt að lesa þau en ég vinn bara í því á morgun að kynnast þeim aðeins betur. Það var mjög fínn hiti í dag að vísu svolítið rakt og þegar sólin lét sjá sig þá hitnaði mikið en alls ekki neitt óbærilegt. Ég er búinn að fá rástíma á fimmtudaginn og verð í fyrsta holli klukkan 06:30 þannig að ég þarf að vakna mjög snemma því að það tekur klukkutíma að keyra á völlinn frá hótelinu. Eftir æfinguna í dag fór ég í nudd, slakaði vel á, fékk mér að borða og núna er kominn háttatími á kallinn.
Biggi
Athugasemdir
Bibbi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:25
Bibbi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:25
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:45
Ingi Rúnar senior (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:11
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:47
Siggi Palli (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:20
Mamma (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:41
kv
Valli
Valli (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning