Leita í fréttum mbl.is

Frábært sushi

Verð að nefna það að hér í Indonesiu er besta sushi sem ég hef á ævinni smakkað. 

Æfingardagurinn í dag var mjög fínn, ég spilaði 18 holur, æfði stuttaspilið og púttin. Völlurinn er mjög fínn, mikið af vötnum, lítil grín og mjög mikilvægt að vera á braut.  Það er bermúdagras á grínunum þannig að það er svolítið erfitt að lesa þau en ég vinn bara í því á morgun að kynnast þeim aðeins betur.  Það var mjög fínn hiti í dag að vísu svolítið rakt og þegar sólin lét sjá sig þá hitnaði mikið en alls ekki neitt óbærilegt.  Ég er búinn að fá rástíma á fimmtudaginn og verð í fyrsta holli klukkan 06:30 þannig að ég þarf að vakna mjög snemma því að það tekur klukkutíma að keyra á völlinn frá hótelinu. Eftir æfinguna í dag fór ég í nudd, slakaði vel á, fékk mér að borða og núna er kominn háttatími á kallinn. 

Biggi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað heldur þú áfram að blogga.. gaman að því að þú ert kominn þangað sem þú hefur stefnt að. Nú er bara að negla það, hugsa eins og Óli Þórðar sveitungi þinn.. Ekkert helv. væl.

Bibbi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:25

2 identicon

Auðvitað heldur þú áfram að blogga.. gaman að því að þú ert kominn þangað sem þú hefur stefnt að. Nú er bara að negla það, hugsa eins og Óli Þórðar sveitungi þinn.. Ekkert helv. væl.

Bibbi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:25

3 identicon

Gangi þér sem allra best í mótinu og verði þér allt sushiið að góðu. Þú getur verið viss um að bloggið þitt verður lesið, er þegar komið á Kylfing og berst þaðan eins og eldur í sinu.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:45

4 identicon

Gaman að sjá að kallinn er kominn bloggsíðu. Vertu duglegur að henda hugsunum þínum hingað inn til að leyfa okkur að fylgjast með þér, Gangi þér vel í Indónesíu Bixie minn. Sjúga littlu.........

Ingi Rúnar senior (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:11

5 identicon

Fylgist með þér. Er sjálfur búinn að vera að reyna að blogga eitthvað. Sérð það á www.johanngunnar.blog.is. Annars mun ég reyna að fylgjast með og flytja fréttirnar af þér á GKG síðuna

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:47

6 identicon

Sæll. Gott að þér líður vel þarna. Gangi þér sem allra best...við reynum að senda þér hlýja strauma...SP og fjölskylda ;-)

Siggi Palli (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:20

7 identicon

Frábært Biggi minn, vertu duglegur að skrifa féttir af þér, ég öfunda þig af sushiinu mmmmmm! gangi þér vel í mótinu,hafðu það gott, kveðja mamma :o)

Mamma (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:41

8 identicon

Blessaður, gangi þér sem allra best þarna úti í Indónesíu.
kv
Valli

Valli (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband