Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2007 | 18:52
Indonesia
Jæja jæja, ég ætla að prófa að blogga því það eru svo spennandi ár framundan hjá mér.
Ég er að fara að taka þátt í mínu fyrsta móti á nýju ári en þetta er þriðja mótið mitt á 2007 golftímabilinu á túrnum.
Ég fór frá Lúxembourg í gær (sunnudagskvöld) og lenti á flugvellinum í Jakarta um kvöldmatarleitið daginn eftir. Flugið gekk vel og þegar ég kom út af flugvellinum þá tók á móti mér mjög mikill raki og hiti. Það var mikið menningarsjokk að keyra í gegnum borgina Jakarta enda fátt eins og maður er vanur í Evrópu og þessum löndum sem ég hef verið að fara til sl. ár. Hóelið er mjög fínt en það er mjög mikil öryggisgæsla á hótelinu og minnti mig mikið á að fara í gegnum öryggishlið á flugvöllum því allir bílar sem eru að koma á hótelið eru stoppaðir, skoðað inní þá og fólkið þarf að fara í gegnum hlið eins og er á flugvöllunum. Þar sem tímamunurinn eru +6 tíma þá fékk ég mér smá að borða og ætla að halla mér til þess að vera hress og sprækur á morgun þegar ég tek fyrsta æfingarhringinn minn á vellinum. Ég hef fulla trú á að þetta verði skemmtilegt og ég mun gera mitt besta . Hver veit nema ég bloggi eftir morgundaginn.. það er að segja ef einhver nennir að lesa þetta blogg mitt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)