Leita í fréttum mbl.is

3. dagur

Jæja jæja,,  þá er þriðju dagurinn á mótinu búinn og ég nokkuð sáttur með gang mála hjá mér miðað við að hafa verið að taka sveifluna í gegn.   Ég fór vel af stað en missti aðeins flugið á seinni níu holunum en endaði þetta vel.  Veðrið er gott, völlurinn góður og allt eins og best verður á kosið eins og hina dagana á mótinu.   Það er búið að vera gaman að hafa kylfingsmenn með síðustu daga og vona ég að þeir hafi fengið betri innsýn á hvernig mótin ganga fyrir sig hjá spilurum á túrnum.  Ég er búinn að deila herbergi með ensku félaga mínum sem sér um að panta flug fyrir spilarana á túrnum og er það nánast ný reynsla fyrir mig að vera með "ókunnugum" í herbergi yfir mót.   Síðasti dagurinn á morgun og á ég teig rúmlega 10 þannig að það er best að fara að henda sér í háttin en uppgefinn eftir daginn.   Ég vona eins og áður að ég komi með góðar fréttir á morgun og eftir hringinn krosslegg ég fingur að komast heim í faðm fjölskyldunnar fyrir næsta mót sem verður í Frakklandi strax í næstu viku.

Hafið það sem allra best öll

Ble ble

Biggi

 


Kominn í gegnum niðurskurðinn..

Dagurinn í dag gekk barasta vel fyrir sig, ég byrjaði með látum og var mjög sáttur við sláttinn.   Á sjöundu holu byrjaði að blása og við það urðu grínin erfiðari því þau eru mjög hörð og hröð og við það fóru skorin að hækka hjá mönnum.  Ég er virkilega ánægður með sláttinn hjá mér og vona að þessi tilfinning muni halda áfram hjá mér út mótið.   Púttin hafa ekki alveg verið að detta hjá mér og vann ég aðeins í þeim eftir hringinn í dag og vona að það skili sér með betra skori á morgun. 

Jæja ég ætla ekki að hafa það meira núna en því ég þarf að henda mér í háttinn því ég þarf að vakna snemma á morgun..

Minni á skemmtilega lýsingu á hringnum hjá mér frá Páli Ketilssyni hjá kylfing.is.

Later

Biggi


Kveðja frá Vín

Ég er ekki hættur að blogga,, það er allt búið að vera á móti mér í tölvumálum síðustu tvær vikurnar og endaði með því að tölvan byrjaði að spúa eldi í Wales þannig að það var ekkert skrifað í því móti.  Í Wales var ég að vesenast mikið með að leita eftir sveiflunni minni, ég var farinn að fara í gamalt far og var að slá illa.   Allar aðstæður á mótinu voru frábærara, völlurinn góður þannig en ég var því miður langt frá því að vera sáttur við mitt golf og ætla að gleyma þessu móti sem allra fyrst.

Núna er ég í Austurríki að spila við aðstæður eins og þær gerast bestar, hér er allt rosalega amerískt og vægast sagt geggjað Smile.  Staffan landsliðsþjálfari og þjálfari Team Iceland hingað að fylgjast með mér í tvo dag og með Andrés þjálfarann minn á línunni og Staffan mér við hlið þá er ég vonandi að komast aftur á rétta braut með sveifluna hjá mér.  Núna er bara málið að koma sér í fuglafæri, æfa púttin vel og þá er þetta auðveldur leikur.  Völlurinn er í frábæru ástandi og aðstæður gerast varla betri, grínin eru æði og öll pútt fara þangað sem þeim er púttað en ef maður missir braut þá er erfitt að bjarga pari.  Veðrið leikur við keppendur, kanski pínu heitt eða um 30 stiga hiti.

kylfingur.is kom hingað í gær og er að fylgjast með og eru víst með mjög góða lýsingu á hringnum í gær ef ykkur langar að kíkja á síðuna hjá þeim .

Vonandi verð ég með góðar fréttir í lok dags en núna ætla ég að henda mér út á æfingarsvæði.

Kveðja

Biggi


Funheitur framan af.....

Dagurinn i dag byrjaði heldur betur með látum og var ég fínu formi fyrstu 11 holurnar samtals 5 undir pari:)   Rétt missti svo fugl á 12. holu, eftir það var ég of ákafur og sló léleg högg og var að taka rangar ákvarðanir í val á kylfum.  Út frá því lenti ég í erfiðum aðstæðum til að bjarga parinu,  það var að vísu smá óheppni á 16. þar sem ég reyndi við grínið í öðru högginu missti það réttn vinstra meginn við grínið og þegar ég kom að gríninu þá var mér sagt að boltinn hafi lent á stígnum og skotist 40 metra áfram og útaf vellinum. 

Það var frekar súrt ofan í tvo skollana sem ég var ný búinn að fá og ekki nóg með það þá þurfti ég að labba til baka þar sem Thomas Björn var að bíða eftir að fá að slá annað höggið sitt:(  En ég náði góðu höggi og reddadi skollanum,  það verður að láta þessar stjörnur aðeins bíða eftir sér hihihi.

Annars er ég bara búinn að vera mjög sáttur við spilamennskuna að undanförnu og þá sérstaklega púttin þar sem þau eru heldur betur búin að lagast.   Hef verið að vinna mikið í þeim og þá sérstaklega taktinum.  Það sem vantar uppá leikinn minn núna er að fara sjá skor upp á mínus 7 eða betra.  Það hlýtur að fara koma:)

ble,ble,

Biggi


Kominn í gegn

Því miður er tölvusambandið á hótelinu búið að vera til leiðinda en ætti að vera komið núna.

Lífið á Marbella er ljúft og gott og ennþá skemmtilegra þar sem maður komst áfram í mótinu Wink.  Veðrið, hótelið og golfvöllurinn eins og best verður á kosið.  Hringurinn í gær gekk bara vel fyrir sig en ég var oft að lenda í því að hitta góð högg sem fóru ekki á rétta staði vegna þess að ég var að velja ranga kylfu.  Völlurinn er þröngur með þéttu röffi og grínin eru með miklu landslagi þannig að það er eins gott að vera beinn og staðsetja sig rétt.  Sonur minn labbaði með mömmu sinni seinni níu holurnar í gær og var það í fyrsta sinn sem hann labbar með á móti hjá mér.  Ég er búinn að vera að pútta mjög vel á mótinu og nokkuð sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að ég sé ekki að slá eins og ég óska eftir þá er ég að skora ágætlega.   Fyrir daginn í dag var tekin sú ákvörðun að spila á 2-3 höggum undir pari til að komast áfram og gekk það eftir og gott betur en það þannig að ég get ekki verið annað en sáttur með daginn.  Konan labbaði með í dag á meðan aupairin okkar passaði krílin á hótelinu.  Eftir hringinn í dag gerðum við heiðarlega tilraun til að fara á ströndina en það kom allt í einu svo mikil hafgola og mikið sandfok að við gáfumst fljótt upp og drifum okkur í sundlaugargarðinn og þar var leikið með krökkunum til að verða átta í kvöld.  Það er alveg æðislegt að geta haft fjölskylduna með á mótunum.  

Bestu kveðjur

Biggi


Kominn til Marbella

Dagurinn byrjaði snemma hjá mér í dag, ég vaknaði klukkan 03:30 því ég átti flug frá Frankfurt Hahn klukkan 06:00 til Jerez sem er í um 90 km frjarlægð frá vellinum.  Ég gat því miður ekki tekið beint flug frá Lúx því Lúxair flýgur bara annan hvern dag til Malga. wron way

Ég reyndi að sofa í vélinni en var e-ð hálf skakkur, flugið gekk samt bara mjög vel.  Eftir að ég lenti þá náði leigði ég mér bílaleigubíl til að komast til Malaga því þar er bara transport á vegum túrsins til og frá Malaga flugvelli. 

Ég lagið af stað til Marbella en á miðri leið þá fattaði ég að ég var alls ekki á réttri leið :S, ég hafði fengið rangar upplýsingar á flugvellinum og endaði á því að keyra auka 150 km til þess að komat á beinu brautina urrrr... svona getur þetta stundum verið.   Ég kom ekki á áfangastað fyrir en vel eftir hádegi og fór beint á golfvöllinn. 

Ég tók æfingarhring og æfingu og er bara nokkuð sáttur við þetta allt saman miðað við ferðaþreytuna :).  Völlurinn er stuttur en þröngur og grínin eru með mikið landslag, en reikna ég með því að það verði góð skor hjá keppendum á mótinu. Veðrið var alveg æðislegt í dag og er spáin voða góð fyrir vikuna þannig að ég er alsæll. 

Núna er ég kominn á hótelið og ætla að slaka á og safna kröftum fyrir komandi átök.

Kveðja

Biggi

 


Home sweet home..

Jæja þá er ég kominn heim sæll og glaður eftir skemmtilegt mót á Ítalíu.   Ég er mjög ánægður með hvernig gekk í Milan en viðurkenni nú samt að ég var pínu svekktur með að fá skolla á loka holunni.   Þetta er án nokkurs vafa besti árangur minn í golfi og fer þetta allt í reynslubankann sem ég er að safna í Wink.  Veðrið á lokadeginum var mjög gott og aðsæður fínar, ég hef aldrei áður spilað fyrir eins marga áhorfendur þannig að ég var ekki laus við smá fiðring í maganum. 

Ég held til Malaga í fyrramálið og er planið að taka æfingarhring á vellinum á morgun.  Fjölskyldan kemur svo og hittir mig á fimmtudag sem er alveg æðislegt því það er ekkert betra en að hafa fjölskylduna hjá sér.   Það er alveg frábært við Evróputúrinn að þeir ýta undir að spilara taka fjölskylduna sínar með og hafa dagskrá fyrir börnin og einnig er hægt að fá barnapössun sé óskað eftir því.  

Ég læt mér heyra...

Kveðja

Biggi

 


Fiðringur í maga

Jæja jæja þá er loka dagurinn loksins runninn upp.  Ég vaknaði kl : 08:00 í morgun og byrjaði daginn á að fara í morgunmat, fór svo upp að pakka og tékkaði svo út af hótelinu.  Ég var kominn út á völl klukkan 10:00 en þá var komin 30. mín seinkun vegna rigningar og bleytu eftir nóttina.   Veðrið núna er alveg æðislegt og völlurinn drekkur vel í sig þannig að aðstæður í dag eru góðar.  Það er óneitanlega mikill fiðringur í maganum núna og mikil tilhlökkun að takast á við þetta.  Það er óneitanlega draumastaða sem ég er í núna en maður spyr að leikslokum í þessum leik en þetta fer allt í reynslubankann hjá mér Blush.  Ég er svo heppinn að hafa hitt hér frábæra krakka sem eru í námi í Milan sem fóru með mér út að borða á þeirra uppáhalds veitingarstað hér á slóðum þannig að ég er vel haldinn.   Núna er klukkutími í teig og ég á leiðinni að æfa fyrir komandi átök í dag...

Biggi


Bið, bið og aftur bið

Ég mætti á völlinn í morgun kl 07:30 og beið til klukkan 12:00 en þá var okkur sagt að það ætti að fresta leik til kl 16:00 en klukkan 16:00 fengum við að vita að það ætti að hefja leik kl 17:15 í dag.  Ég fékk rástíma kl 18:55 og náði að spila fimm holur fyrir myrkur.   Ég á teig á sjötta teig klukkan 07:45 í fyrramálið þannig að það er rise klukkan 05:00 hjá kallinum.  Hér er búið að rigna út í eitt og völlurinn mjög blautur en tek vel á móti vatninu.  Ég paraði allar holurnar í dag og var með fjögur tvípútt og eitt einpútt og vona að fuglarnir detti á morgun hjá mér.  Hef þetta stutt núna enda tími til kominn að henda sér í háttinn..

Biggi


Thunder, na,na,na,na,na thunder

I morgun thegar eg vaknadi tha var nu ekki vedrid upp a marga fiska, thunders og migandi rigning.  Thannig ad eg fekk mer godan morgunmat og for svo i gymid og tok adeins a thvi.  Thad stytti ekki upp fyrr en um tvo leytid og tha var haldid upp a voll ad aefa.  Aefingarnar gengu nu adeins betur en sidustu daga sem er bara jakvaett.  Thad spair vist ekkert allt of vel fyrir naestu tvo daga en vid vonum ad thetta verdi nu allt i lagi. 

I gaer horfdi eg a Liverpool leggja Chelsea og er thetta held eg bara i fyrsta skipti sem eg held med Liverpool.  Eg var ekkert sma sàttur vid sigurinn thvi eg held ad allir seu ad verda svolitid threyttir à honum Mourinhio kallinum, eda allavega eg.  Svo verda minir menn i Manchester bara ad klara leikinn i kvold svo vid faum drauma urslitaleik:)  

Mer var einmitt bodid ut ad borda med 4 islendingum sem eru busettir her i Milano og aetlum vid ad horfa a leikinn saman og eg held ad eg se eini united madurinn. 

Bid ad heilsa i bili

kvedja

biggi


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband