Leita í fréttum mbl.is

Home sweet home..

Jæja þá er ég kominn heim sæll og glaður eftir skemmtilegt mót á Ítalíu.   Ég er mjög ánægður með hvernig gekk í Milan en viðurkenni nú samt að ég var pínu svekktur með að fá skolla á loka holunni.   Þetta er án nokkurs vafa besti árangur minn í golfi og fer þetta allt í reynslubankann sem ég er að safna í Wink.  Veðrið á lokadeginum var mjög gott og aðsæður fínar, ég hef aldrei áður spilað fyrir eins marga áhorfendur þannig að ég var ekki laus við smá fiðring í maganum. 

Ég held til Malaga í fyrramálið og er planið að taka æfingarhring á vellinum á morgun.  Fjölskyldan kemur svo og hittir mig á fimmtudag sem er alveg æðislegt því það er ekkert betra en að hafa fjölskylduna hjá sér.   Það er alveg frábært við Evróputúrinn að þeir ýta undir að spilara taka fjölskylduna sínar með og hafa dagskrá fyrir börnin og einnig er hægt að fá barnapössun sé óskað eftir því.  

Ég læt mér heyra...

Kveðja

Biggi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir hringir voru algjör snilld og ekki síður gaman að sjá unga aðdáendur hreinsa settið af boltum handklæði og öðrum lausamunum eftir lokahringinn . Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með á blogginu !!!

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Glæsileg spilamennska, Biggi, til lukku með árangurinn - við Hugborg og börn biðjum að heilsa ykkur Betu og börnum

Jón Agnar Ólason, 7.5.2007 kl. 20:18

3 identicon

Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun á vellinum. Þetta var golf á heimsmælikvarða. Nú er bara að halda þessu áfram.

Kveðjur frá Milano.

Óli í Milano (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:52

4 identicon

Til hamingju með frábæran árangur, biðjum að heilsa öllum.

Fjöldskyldan Reynigrund 13 Akranesi.

Rúnar og Magga (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:22

5 identicon

Hæ Biggi minn. Beið óþreyjufull við sjónvarpsskjáinn í allan gærdag og sá þig loks í lok hrings:-) Aldeilis framúrskarandi árangur drengur!! Frábært að þú skulir vera farinn að tjá þig aftur, eins og ég sagði við þig um daginn þá fylgist ég reglulega með blogginu þínu. Knúsaðu frúna frá mér og hafið það gott á Spáni. Kv. ABB

Anna Björk (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Hagbarður

Þetta var flott hjá þér.  Glæsilegur árangur!

Hagbarður, 7.5.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband