Leita í fréttum mbl.is

Fiðringur í maga

Jæja jæja þá er loka dagurinn loksins runninn upp.  Ég vaknaði kl : 08:00 í morgun og byrjaði daginn á að fara í morgunmat, fór svo upp að pakka og tékkaði svo út af hótelinu.  Ég var kominn út á völl klukkan 10:00 en þá var komin 30. mín seinkun vegna rigningar og bleytu eftir nóttina.   Veðrið núna er alveg æðislegt og völlurinn drekkur vel í sig þannig að aðstæður í dag eru góðar.  Það er óneitanlega mikill fiðringur í maganum núna og mikil tilhlökkun að takast á við þetta.  Það er óneitanlega draumastaða sem ég er í núna en maður spyr að leikslokum í þessum leik en þetta fer allt í reynslubankann hjá mér Blush.  Ég er svo heppinn að hafa hitt hér frábæra krakka sem eru í námi í Milan sem fóru með mér út að borða á þeirra uppáhalds veitingarstað hér á slóðum þannig að ég er vel haldinn.   Núna er klukkutími í teig og ég á leiðinni að æfa fyrir komandi átök í dag...

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér allt í haginn í dag kæri félagi. Það verður gaman að fylgjast með þér

björninn

Björn Halldórsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 09:51

2 identicon

Frábær árangur hjá þér.. Við munum fylgjast spennt með þér í dag.. Gangi þér vel !!!!

Dagný ,Svenni og Jökull (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:24

3 identicon

Flott biggi... til hamingju með þennan áfanga...

Gaman að fylgjast með kallinum á SKYSPORTS.   Mjög margir að fylgjast með þér hér heima og senda góða strauma.  Næst er það topp 10

kv Valgeir

Valgeir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:14

4 identicon

Til hamingju með frábæran árangur í Milan, við fylgdumst stolt með hverju höggi, þvílík spenna. Ekki slæmt að fara með þessa upplifun til Malaga. Þú ert bara snilli :)

Barðastaðabændur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:35

5 identicon

Til hamingju með frábæran árangur Biggi! 

Hrannar Hauksson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:43

6 identicon

Innilega til hamingju með árangurinn - þú ert sko þvílíkt að dansa ;)

Alda og Geiri (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:58

7 identicon

Til hamingju með frábæran árangur í Mílanó.

Gangi þér vel í næstu mótum.

Hilmir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:29

8 identicon

Til hamingju með frábæran árangur í Mílanó.

Gangi þér vel í næstu mótum.

Hilmir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:36

9 identicon

Kveðja frá Spáni.

Til hamingju með árangurinn. Gaman að sjá Íslending vera að standa sig á meðal þeirra bestu í golfíþróttinni.

Vonandi gengur eins vel á Spáni í vikunni.

 Kv. Palli

Palli Poulsen (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:57

10 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Glæsilegt Birgir, til hamingju.
Þorsteinn Sverrisson

Þorsteinn Sverrisson, 6.5.2007 kl. 18:57

11 identicon

Til hamingju með þennan árangur og einnig með þína menn í enska boltanum hehe :) Þakka samveruna hér úti og gangi þér vel á Spáni :)

Haraldur Gísli Sigfússon (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 19:42

12 identicon

Sæll Biggi,  til hamingju með glæsilega árangur.  Þetta er bara byrjunin!! Bkv, Erlingur

Erlingur A. Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:09

13 identicon

Þakka samveruna síðustu daganna - Hlökkum til að sjá þig á næsta ári þegar þú vinnur bæði bílinn og mótið - bíðum spennt með kampavínsflöskuna.
p.s. alltaf velkominn í heimsókn - sniðugt að æfa á Tolcinasco yfir árið, er það ekki?

Kv. Kata & Stefán

Katrín Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:13

14 Smámynd: Siggi Hlö / Lolli / Steini

Til hamingju með árangurinn og enska titilinn.

Við óskum þér til hamingju með þetta, frábær framistaða . Gaman og ótrúlaget hve við vorum stressaðir fyrir þína hönd og tókum þátt í þessu með þér hér á fróni. Til lukku og gangi þér allt í haginn.

Kveðja Birdie Travel félagar

Siggi Hlö / Lolli / Steini, 6.5.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband