8.5.2007 | 19:58
Kominn til Marbella
Dagurinn byrjaði snemma hjá mér í dag, ég vaknaði klukkan 03:30 því ég átti flug frá Frankfurt Hahn klukkan 06:00 til Jerez sem er í um 90 km frjarlægð frá vellinum. Ég gat því miður ekki tekið beint flug frá Lúx því Lúxair flýgur bara annan hvern dag til Malga.
Ég reyndi að sofa í vélinni en var e-ð hálf skakkur, flugið gekk samt bara mjög vel. Eftir að ég lenti þá náði leigði ég mér bílaleigubíl til að komast til Malaga því þar er bara transport á vegum túrsins til og frá Malaga flugvelli.
Ég lagið af stað til Marbella en á miðri leið þá fattaði ég að ég var alls ekki á réttri leið :S, ég hafði fengið rangar upplýsingar á flugvellinum og endaði á því að keyra auka 150 km til þess að komat á beinu brautina urrrr... svona getur þetta stundum verið. Ég kom ekki á áfangastað fyrir en vel eftir hádegi og fór beint á golfvöllinn.
Ég tók æfingarhring og æfingu og er bara nokkuð sáttur við þetta allt saman miðað við ferðaþreytuna :). Völlurinn er stuttur en þröngur og grínin eru með mikið landslag, en reikna ég með því að það verði góð skor hjá keppendum á mótinu. Veðrið var alveg æðislegt í dag og er spáin voða góð fyrir vikuna þannig að ég er alsæll.
Núna er ég kominn á hótelið og ætla að slaka á og safna kröftum fyrir komandi átök.
Kveðja
Biggi
Athugasemdir
Flott hjá þér! Við fylgjumst alltaf með þér í hverju móti.. Live leaderboard alltaf opið á netinu allar helgar og við límd við skjáinn!! Áfram Birgir!
Róbert og Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:54
Innilega til hamingju með frábæran árangur á mótinu...
Frábært alveg hreint!
Berglind Hermannsdóttir, 9.5.2007 kl. 14:53
Þetta var glæsilegt síðustu helgi, ég var á nálum allan tímann. Nú er bara að endurtaka leikinn þessa helgina. Ég er ánægður að heyra að fjölskyldan er að fara að mæta á staðinn. Ég bið kærlega að heilsa öllum og þú mátt sérstaklega knúsa Birgittu fyrir mig og óska henni til hamingju með afmælið frá okkur á Ásvallagötunni.
Kveðja,
Halldór, Agga og Úlfur Ægir
Halldór (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:40
Enn og aftur kominn í gegn, frábær hringur hjá þér strákur. Gangi þér vel um helgina. Bestu kveðjur til Betu og krakkanna, reynið nú að njóta lífsins þarna í leiðinni. kveðja, Tendó
Inga (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.