Leita í fréttum mbl.is

Bið, bið og aftur bið

Ég mætti á völlinn í morgun kl 07:30 og beið til klukkan 12:00 en þá var okkur sagt að það ætti að fresta leik til kl 16:00 en klukkan 16:00 fengum við að vita að það ætti að hefja leik kl 17:15 í dag.  Ég fékk rástíma kl 18:55 og náði að spila fimm holur fyrir myrkur.   Ég á teig á sjötta teig klukkan 07:45 í fyrramálið þannig að það er rise klukkan 05:00 hjá kallinum.  Hér er búið að rigna út í eitt og völlurinn mjög blautur en tek vel á móti vatninu.  Ég paraði allar holurnar í dag og var með fjögur tvípútt og eitt einpútt og vona að fuglarnir detti á morgun hjá mér.  Hef þetta stutt núna enda tími til kominn að henda sér í háttinn..

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóg eftir af holum til að krækja í nokkra fugla. Þú tekur þetta á morgun.

Kveðja,

Halldór Æ 

Halldór (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:24

2 identicon

Ég sé ekki betur en fuglarnir eru að komnir á kreik.  glæsileg spilamennska í gangi. 

kv. Bói

Bói (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:13

3 identicon

Glæsilegt Biggi!
Djö... er drengurinn að standa sig. Nú er bara að njóta helgarinnar og safna nokkrum fleiri fuglum í viðbót! Er mjög spenntur að fylgjast með, sendi kraft og einbeitingu.
kv.
Gunni Hanss.

Gunni Hanss. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:03

4 identicon

Frábær hringur í dag áfram svona Birgir!! Fylgjumst spennt með áframhaldinu.

 kv. Ásgeir GS  

Ásgeir Steinarsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:44

5 identicon

Glæsilegur árangur Biggi. Gangi þér vel á morgun.
Bestu kveðjur Ásdís og co

Ásdís Eva (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:35

6 identicon

Sæll Biggi og glæsilegt hjá þér !!!!!!!!

Maður er búinn að vera að fylgjast með skorinu hjá þér á netinu og þvílik spilamennska !!!!!

Gangi þér vel í dag og hef ég trú á því að þú getir hreinlega klárað þetta með sigri

Bestu kveðjur,

Bjarni Freyr

Bjarni Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband