Leita í fréttum mbl.is

Italian Open

Loksing að maður sest við tölvuna og skrifar..  Ég er ekki nægilega duglegur að skrifa enda lítill tölvumaður í mér.  Ég ætla mér samt sem áður að reyna að vera duglegur að blogga þegar ég er í mótum og segja frá því hvernig þetta gengur allt saman fyrir sig.  Ég lenti í Milan snemma í morgun eftir klukkutíma flug frá Lúxembourg, ég var rétt í þessu að klára morgunmatinn og er á leiðinni að æfa og ætla svo að spila völlinn í dag.  Ég á von á að spila helling á næstu þrem mánuðum og kemst þá vonandi í gott keppnisform.  Ég er búinn að æfa helling í fríinu við fínar aðstæður í Lúxembourg, vellirnir þar eru allir að koma til og veðrið er búið að leika við landann.  Það er erfitt að segja til með nákvæmlega í hvaða mótum ég mun taka þátt þar ég og þeir sem unnu sér inn kortið í gegnum úrtökumótið erum með þannig stöðu að við erum að detta inn á síðustu vikunni í e-ð að mótunum.  Miðað síðustu ár þá á ég von á að spila í 20 - 25 mótum á árinu þannig að það er eins gott að standa sig vel á þeim mótum :).

Æfingarnar hafa ekki gengið eins vel og ég hafði vonað, ég er ekki nægilega sáttur við sláttinn en er að vona að þetta detti inn á réttum tíma.  Ég bíð spenntur eftir að byrja að keppa aftur.  Ég mun taka þátt í næstu tveim mótum og vonandi kemst ég inn í Írland líka :).  Stóri leikurinn er svo þar sem mínir menn koma til Milano að tryggja sig í úrslitarleikinn ;) í champions league og er ég viss um að  það verður gríðaleg spennog vonandi jafn skemmtilegur leikur og fyrri leikurinn var.  Ég ætla að skella mér út á völl og læt heyra í mér síðar :)..

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband