13.3.2007 | 14:53
Allt í fína í Kína
Jæja þá er maður búinn að spila völlinn og gekk það bara ágætlega. Dagurinn byrjaði frekar undarlega, við ætluðum að byrja daginn snemma og stilltum við klukkuna á 7. Við heyrðum ekki einu sinni í klukkunni og hrukkum upp um 10.20 og vissum ekki almennilega hvar við vorum.
Svona getur nú tímamunurinn farið í mann þar sem hann er 7 tímum á undann hér en í Lúx. Það var hlaupið niður í morgunmat áður en hann lokaði og var ég hálf feginn að sjá marga spilara í sömu sporum og ég með stýrur niður á kinnar.
Þá var haldið út á völl og tekinn létt upphitun og farið svo og spila. Völlurinn er mjög flottur, lítil grín en mjög mikill halli í þeim. Það er fullt af glompum, vötn hér og þar. Allt eins og það á að vera. Mikið atriði að vera réttum megin við pinnann.
Á morgun verður svo æft mikið pútt og vipp. Verð líka að hitta physio gæjann, láta nudda úr mér takið sem er ennþá að há mér aðeins.
Eftir það mun ég slaka á og fara í bæinn með konunni að kaupa myndavél svo við getum sýnt ykkur hvað það er fallegt hérna.
Því það er rosalega fallegt hérna, hótelið alveg við ströndina og sandurinn mjúkur eins og hveiti.
Maturinn góður og fólkið alveg yndislegt.
Bless í bili,
Biggi og Beta
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað þetta hljómar allt saman vel. Þið eruð svo heppinn að hafa tækifæri til þess að ferðast til svona spennandi staða. Jæja takið svo fullt af myndum þegar þið eruð komin með myndavélina. Maður er svo spenntur að sjá :)
Dagný (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:10
Gangi þér sem best í mótinu Birgir Leifur. Maður fylgist spenntur með allan tímann.
H.Hólm
Helgi Hólm (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.