12.3.2007 | 16:24
Kapphlaup, tafir - 30 tíma ferðalag til Hainan Island
Jæja jæja þá erum við komin til Hainan Island eftir tæplega 30 tíma ferðalag.
Ferðin byrjaði nú ekki allt of vel því þegar við komum á flugvöllinn í Frankfurt svona frekar sein ;) þá var allt stopp í terminalinu okkar vegna öryggisráðstafana.
Það var pakki á gólfinu við hliðina á ruslafötu sem var verið að athuga með og eftir fullt af aðgerðum á pakkanum var opnað aftur og þá tók við kapphlaup hjá öllum að komast að innritunarborðinu sem allra fyrst til að tékka inn.
Þetta gekk allt saman upp og við upp í vél og áður en við vissum að vorum við komin til Hong Kong, við náðum að dotta í fluginu þannig 11 tímarnir voru alls ekki svo lengi að líða.
Við vorum í Hong Kong í 6 tíma og tókum svo flug til Hakuau og loks til Hainan Island :). Hótelið og umhverfið er rosalega flott og hlakkar okkur til að vakna á morgun og kíkja á aðstæður á vellinum.
Þegar við komum út úr vélinni tók á móti okkur mikill raki og hiti en hitastigið hér er ca 30 gráður og er spáð upp í 33 stiga hita á vikunni plús miklum raka :)..
Við ætlum svo að fara í bæinn á morgun að kaupa myndavél því okkar datt í gólfið á Tene og er ónothæf ;) við setjum svo inn myndir af herlegheitunum :)
Kveðja Biggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í baráttunni í Kína, þetta verður bara stórkostlegt ævintýr. Njótiði í botn, við hér heima skulum svo bara sjá um að skála í botn........á sunnudaginn.
Baráttukveðja, Inga og Dolli
Inga (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 01:16
Njótið þess að vera á þessari eyju, örugglega alveg einstakt. Þið verðið að redda myndavél algjört möst. Og enn og aftur býð ég mig fram sem sértækur ljósmyndari í ferðir með ykkur ;) he he. Hafið það sem allra best og gangi ykkur vel. Biggi þú massar þetta !!!!
Kv.Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 08:18
Það verður gaman að fylgjast með. Hér eru allir í startholunum og bíða spenntir. Hafið það sem allra best í Kína.
Jóhann Gunnar Stefánsson, 13.3.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.