Leita í fréttum mbl.is

Næturgolf í Indonesiu



Jæja þá er fyrsti hringurinn búinn og ég hálfpartinn líka ;) 

Dagurinn byrjaði snemma í dag og hef ég ekki vaknað  svona snemma fyrir golfhring síðan á landsmótinu a Hellu í denn, þegar um 300 keppendur voru og maður gisti í bænum og brunaði um morguninn.  Þegar klukkan hringdi kl 03:45 fannst mér ég vera nýsofnaður og stalst á snúsi og fékk auka 15 mínótur sem gerðu gæfumuninn.  Rútuferðin sem yfirleitt tekur klukkutíma tók ekki nema tæpan hálftíma því það var nú ekki mikil traffík klukkan 04:45 þegar rútan fór að stað.  Ég byrjaði að slá í myrkrinu því það byrjaði ekki að birta fyrir en 30 mínótum fyrir teigtíma.  Eftir upphitunina byrjaði ballið,  Fyrsta höggið smurt á braut og ég endaði holuna á solid pari og þannig gekk það fyrstu 7 holurnar.  Karlinn var glaður þangað til á 9 holu en þá kom smá babb í bátinn, á  þeirri holu  átti ég frábært drive inn á miðja braut en misreiknaði mig aðiens og því ég hélt að ég væri svo högglangur og tók kylfu of lítið og boltinn fór beinustu leið í vatnið :(,það var það versta sem ég gat gert á þeirri holu því þegar ég tók fjórða höggið sem var líka yfir vatn fór ég yfir vatnið og endaði of langur og eftir sat mjög erfitt vipp, en vippið gekk ágætlega en ég missti púttið.  Endaði á 7 höggum sem var frekar súr biti að kyngja því ég sem var að spila svo vel.
En ég var nú ekki að velta mér of mikið upp úr því því ég átti 9 holur eftir og betra var að einbeita sér að næsta höggi sem var smá bið í vegna þess að við náðum síðasta holinu sem var ræst út á 10.teig í morgun.  Reiðin rann fljótt af mér og uppskar ég 3 fugla og einn skolla og endaði á 71. höggi. Ég hitti 10 brautir af 15 á hinum var ég
bara i kantinum, 13 grín og átti 30 putt.
Ég er bara nokkuð sáttur við fyrsta hringinn árinu, þetta er eitthvað til
ad byggja a.
Ég fór svo beint upp á hótel að leggja mig því það var gróðalegur hiti og
raki og átti ég lítið sem ekkert eftir.
Núna er svo bara að safna kröftum og ætla að gera betur a morgun.
bið að heilsa i bili........

Kveðja frá Indonesiu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð byrjun þrátt fyrir þetta babb á 9. Lítur út fyrir að hafa verið nokkuð solid hringur.

Meira svona á morgun (eða í nótt að íslenskum tíma). Gangi þér vel.

KK

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:24

2 identicon

Góður hringur Biggi. Ég hélt líka að þú værir rosalega högglangur (Lengri en ég alla vega :-))
Þetta er fín byrjun og lofar góðu fyrir daginn á morgun. Ég efast ekki um þig eitt andartak. Við fylgjumst vel með þér og hugsum til þín í baráttunni.
Kv.

Jói

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:51

3 identicon

Þú stendur þig vel biggi..Kláraðu dæmið á morgun og farðu í gegnum niðurskurðinn...Gangi þér vel og engar sprengjur takk! ;)

Gísli (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:02

4 identicon

Þetta er flott byrjun hjá þér, gangi þér vel áfram!

Finnur Bessi (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:19

5 identicon

Glæsilegur hringur. Bara annan svona hring og þú siglir í gegnum niðurskurðinn.
Gangi þér vel.

Davíð (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:44

6 identicon

Rosalega gaman að fylgjast með þér. Gangi þér sem best !

Stefán V. (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:59

7 identicon

Þú tekur þetta með trompi í dag og flýgur í gegnum niðurskurðinn. Við höfum óbilandi trú á þér. Gangi þér vel næstu þrjá dagana :)

Halldór, Agga og Úlfur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:59

8 identicon

Góður hringur Biggi minn við sendum þér góða strauma frá Tenerife.

Pabbi Tenerife (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:22

9 identicon

Þetta er góð byrjun á árinu. Gangi þér vel í framhaldinu. Vonandi sér maður til þín á Sýn á sunnudaginn.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 15:35

10 identicon

Flottur að ná að rífa þig upp eftir 9. holuna. Þú veist að við stöndum með þér í þessu. Gangi þér bara sem allra best áfram

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 16:24

11 identicon

Solid hringur. Gangi þér vel áfram...láttu þetta koma til þín :-)

Siggi palli (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 18:29

12 identicon

Þú þekkir mig ekkert en við fylgjumst með þér í golfinu.
Flott hjá þér í dag, hef mikla trú á þér.Gangi þér áfram vel.

Rakel (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:04

13 identicon

Ég óska þér alls hins besta á mótinu og ég veit að þú kemst í gegnum niðurskurðinn!

Stefán B Heiðarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:16

14 identicon

Blessaður og sæll. Til hamingju með hringinn, brilljant hjá mbl.is að vitna í bloggið þitt svo maður geti fylgst með. Hef fulla trú á því að þú eigir eftir að fylgja 1. hring vel eftir. Kv. Ella María

Ella María (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:33

15 identicon

Það er svooo rosalega gaman að fylgjast með hvað þér gengur vel ennþá meira gaman verður að fylgjast með þér í sjónvarpinu á sunnudaginn.

Hólmfríður Lillý (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:35

16 identicon

Hæ hæ fínt að byrja á 71 en svo að taka þetta í næsta hring.ég spái því að þú farir hann á 69.Drengur og svo vil ég ekki sjá neina skolla eða eitthvað verra,koma svo!!! :)

ási harðar (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband