15.2.2007 | 09:08
Næturgolf í Indonesiu
Jæja þá er fyrsti hringurinn búinn og ég hálfpartinn líka ;)
Dagurinn byrjaði snemma í dag og hef ég ekki vaknað svona snemma fyrir golfhring síðan á landsmótinu a Hellu í denn, þegar um 300 keppendur voru og maður gisti í bænum og brunaði um morguninn. Þegar klukkan hringdi kl 03:45 fannst mér ég vera nýsofnaður og stalst á snúsi og fékk auka 15 mínótur sem gerðu gæfumuninn. Rútuferðin sem yfirleitt tekur klukkutíma tók ekki nema tæpan hálftíma því það var nú ekki mikil traffík klukkan 04:45 þegar rútan fór að stað. Ég byrjaði að slá í myrkrinu því það byrjaði ekki að birta fyrir en 30 mínótum fyrir teigtíma. Eftir upphitunina byrjaði ballið, Fyrsta höggið smurt á braut og ég endaði holuna á solid pari og þannig gekk það fyrstu 7 holurnar. Karlinn var glaður þangað til á 9 holu en þá kom smá babb í bátinn, á þeirri holu átti ég frábært drive inn á miðja braut en misreiknaði mig aðiens og því ég hélt að ég væri svo högglangur og tók kylfu of lítið og boltinn fór beinustu leið í vatnið :(,það var það versta sem ég gat gert á þeirri holu því þegar ég tók fjórða höggið sem var líka yfir vatn fór ég yfir vatnið og endaði of langur og eftir sat mjög erfitt vipp, en vippið gekk ágætlega en ég missti púttið. Endaði á 7 höggum sem var frekar súr biti að kyngja því ég sem var að spila svo vel.
En ég var nú ekki að velta mér of mikið upp úr því því ég átti 9 holur eftir og betra var að einbeita sér að næsta höggi sem var smá bið í vegna þess að við náðum síðasta holinu sem var ræst út á 10.teig í morgun. Reiðin rann fljótt af mér og uppskar ég 3 fugla og einn skolla og endaði á 71. höggi. Ég hitti 10 brautir af 15 á hinum var ég
bara i kantinum, 13 grín og átti 30 putt.
Ég er bara nokkuð sáttur við fyrsta hringinn árinu, þetta er eitthvað til
ad byggja a.
Ég fór svo beint upp á hótel að leggja mig því það var gróðalegur hiti og
raki og átti ég lítið sem ekkert eftir.
Núna er svo bara að safna kröftum og ætla að gera betur a morgun.
bið að heilsa i bili........
Kveðja frá Indonesiu
Athugasemdir
Meira svona á morgun (eða í nótt að íslenskum tíma). Gangi þér vel.
KK
Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:24
Þetta er fín byrjun og lofar góðu fyrir daginn á morgun. Ég efast ekki um þig eitt andartak. Við fylgjumst vel með þér og hugsum til þín í baráttunni.
Kv.
Jói
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:51
Gísli (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:02
Finnur Bessi (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:19
Gangi þér vel.
Davíð (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:44
Stefán V. (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:59
Halldór, Agga og Úlfur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:59
Pabbi Tenerife (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:22
Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 15:35
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 16:24
Siggi palli (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 18:29
Flott hjá þér í dag, hef mikla trú á þér.Gangi þér áfram vel.
Rakel (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:04
Stefán B Heiðarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:16
Ella María (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:33
Hólmfríður Lillý (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:35
ási harðar (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning