14.2.2007 | 12:47
Dekur og æfing
Dagurinn byrjaði á því að ég var svo sendur í dekur á boði Eurpeantour weekly þar sem þeir eru að gera þátt um kappann. Það var verið að taka upp viðbót við það sem var tekið upp í gær og í dag var ég sendur í asískt nudd, heita bakstra og fékk rosalegasta höfuðnudd ever:), var látinn í slopp, látinn bera á mig sólarvörn og meira sprell(ég vona nú samt að þeir klippi það út). Það var rosalega gaman að fá að taka þátt í þessu og verður þátturinn European weekly sýndur næsta miðvikudag. Eftir dekrið og hádegismat var haldið út á golfvöll, það var rosalegur hiti í dag og mjög mikill raki. Það mátti ekki spila á vellinum í dag þannig að ég sló og æfði púttin mjög vel og æfði strokuna á grínunum. Þegar ég kom á hótelið þá datt ég inn í myndina Never been kissed og er hún bara alveg ágæt afþreying. Núna ætla ég að fá mér smá meira sushi og henda mér í háttinn því það er wake up kl 04:00 í nótt því að rútan fer klukkan 04:45 ég er í fyrsta holli.
Læt heyra hvernig hringurinn gekk á morgun.
Biggi
Athugasemdir
p.s. Mamma og pabbi biðja að heilsa..
Hafdís (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:54
kv.
Valur.
Valur Jónatansson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:06
Wedge (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:37
Ásgrímur Harðarson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:08
Dagný (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning