Færsluflokkur: Ferðalög
22.3.2007 | 10:00
Fuglalíf á Madeira
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 08:50
Ókyrrð í háloftum
Þá er ég kominn til Lúxembúrgar og gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan það að vélin frá Hong Kong tók upp á því að hristast fyrstu 5 klukkutímana, sem var alls ekkert gaman. Drykkjarföng út um allt og flugfreyjur pökkuðu bara saman og tóku sér pásu.
En allt róaðist þetta eftir að við vorum komin framhjá Mont Everest. Held bara að það hafi vottað fyrir smá flugveiki hjá okkur hjónunum og mun ég forðast það sitja aftast í vélinni aftur. Allt róaðist þetta svo og var horft á tvær fínar afþreyingar, The Guardian og Rocky Balboa með þetta líka fína comeback.
Ferðin endaði svo heima í Lúx eftir 24 tíma ferðalag og var rosalega gaman að sjá börnin sem sváfu saman í faðmlögum uppí rúmi hjá okkur, var svo sætt.
Viljum við hjónin þakka móður minni og mágkonu Betu fyrir hjálpina með börnin, ómetanlegur stuðningur þar á ferð.
Mótið endaði vel og var það alveg nauðsynlegt að rífa sig upp listann og enda mótið fyrir ofan miðju af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Ekki verra að hafa verið betri en Paul Macginley þó svo að stefnan var sett á að vera betri en Lee Westwood, það verður bara næst.
Þannig að allt er þetta í réttri átt hjá okkur og erum við að bæta okkur. Seinnipartinn í dag mun ég halda til Madeira eyjunnar sem er hluti af Portúgal og byrja ég að spila þar á fimmtudaginn.
Því miður þá næ ég ekki að spila æfingahring en við göngum völlinn á morgun og setjum upp svakalegt leikskipulag.
Kylfusveinninn minn í næstu tveimur mótum verður góður félagi minn Stefán Már Stefánsson, góður drengur þar á ferð og verður að vanda svakalega gaman hjá okkur.
Nú verð ég að fara að pakka niður og undibúa mig fyrir næstu törn.
Bestu kveðjur,
Biggi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2007 | 15:26
Sólbrunninn og flottur
Jæja þá er 3. dagurinn búinn og endaði kallinn á parinu og er ég langt frá því að vera sáttur við daginn. Í dag var frekar hvasst og varð völlurinn aðeins öðruvísi en hina tvo dagana.
Ég byrjaði mjög vel, fugl á fyrstu holunni og rétt missti fuglinn á annari, á þeirri þriðju kom svo klaufalegur skolli 3 pútt úr
Fjórðu holu missti ég svo stuttan fugl þannig að það var stutt í frábæra byrjun eins og ég stefndi að en í staðinn datt ég svolítið í sama farið og í gær, að basla á grínunum sem leiddi í það að ég reyndi að komast nær holunni en gekk ekki alveg.
Í heildina litið þá er ég samt sáttur við spilamennskuna vantar aðeins upp á að komast í stuð og klára færin.
En það kemur með þolinmæðinni.
Það sem ég græddi á hringnum var að ég fékk þennan fína rauða lit á hendur og háls, gleymdi að bera á mig sólarvörn í morgun var aðeins utan við mig þegar ég vaknaði.
Rauk bara niður í morgunmat og beint upp á golfvöll. Þannig að ég er með þessa flottu bóndabrúnku núna en ég kaupi mér bara brúnkukrem á restina, þá verð ég orðinn flottur, hihi.
Jæja þá er best að skella sér í háttinn og spýta svo í lófana á morgun.
Bið að heilsa,
Biggi
Ferðalög | Breytt 18.3.2007 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 14:34
3. niðurskurðurinn í röð
Ég náði niðurskurðinum sem er frábært fyrir leikformið svona snemma árs.
Ég er mjög sáttur hvernig ég er að spila, ég er að hitta mikið af brautum og grínum en kúlann vildi bara ekki detta ofan í holuna í dag. Ég óð gjörsamlega í færum, missti sex pútt sem voru þrír metrar og minna, það er alveg grátlegt að nýta ekki svona daga betur.
Átti aðeins í erfiðleikum með að lesa grínin en reyni að bæta það á morgun.
Ég ætla að leggja svipað leikskipulag næstu tvo daga og vonast til að púttin fari að detta í þá því það er allt of stutt í góða hluti :).
Ég hitti 10 brautir, 16 grín og var með 32 pútt í dag.
Eftir hringinn fórum við Beta konan mín saman í kínverskt grill í boði mótshaldara sem var alveg æðislegt.
Fullt af "djúsí" mat og fannst okkur bestur kjúklingurinn í karrý. Fórum samt varlega í hann því hann var frekar sterkur og enginn tími í magavesen á morgun.
En annars verður dagurinn tekinn snemma á morgun á rás klukkan 8.51 eða 00.51 á íslenskum tíma.
Bið að heilsa í bili,
Biggi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2007 | 11:39
Fegurð í Kína
Fyrsti dagurinn er yfirstaðinn og ég bara sáttur við gang mála, hefði að vísu viljað vera betri því ég var í góðum færum á seinni 9 holunum. Þetta gekk allt saman mjög vel, var aldrei í neinum teljandi vandræðum á hringnum og var að slá vel.
Kaddýinn minn sem er local maður stóð sig vel á pokanum en ég sá það fljótt að það var ekkert að þýða að vera að fá ráð hjá honum því þegar ég spurði hann um púttlínu þá jánkaði hann bara út í bláinn.
Það eru góð skor í dag og verður það örugglega næstu daga líka. Völlurinn gefur færi á sér og eru nokkrar stuttar par 4 holur og maður verður að nýta par 5 holurnar vel.
Ég hitti 9 brautir, 14 grín hitt og með 30 pútt á hringnum. Eins og ég sagði þá er ég bara nokkuð sáttur við daginn og við verðum bara að halda sama dampi á morgun.
Eftir hringinn fórum við svo út í garð, fengum okkur drykk og slökuðum aðeins á " þetta er erfitt líf á túrnum". Ég fór svo aðeins í gymið og tók léttar æfingar til að fá smá blóðflæði af stað í skrokkinn það er alveg nauðsynlegt eftir svona mikið labb. Mikilvægt er að teygja svo vel á hverjum degi.
Veðrið er búið að vera æðislegt og konan er alveg óð á myndavélinni og leið mér á tímabili eins og við hefðum aldrei komið á golfvöll áður.
Hún dró mig út um alla staði og setti mig allskonar stellingar og eina sem ég var að passa upp á var að enginn myndi sjá okkur.
Þegar ég ætla loksins að fá að taka myndir af henni þá virðist aldrei vera réttur tími fyrir það, hárgreiðslan ekki í lagi eða ekki alveg orðin nógu brún "hún er svo mikil dúlla þessi elska".
"Úpps fékk högg í öxlina".
Jæja núna ætlum við að fara að fá okkur að borða, bið að heilsa í bili.
Biggi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2007 | 07:34
Ágætis byrjun
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2007 | 14:57
Dæmigerður túristi ;)
Ég byrjaði daginn á æfingum og heimsókn til sjúkraþjálfara.
Hann bannaði mér að æfa mikið í dag og sagði mér frekar að hvíla og teygja eins mikið og ég gæti fyrir morgundaginn.
Eftir æfingu og miklar teygjur fórum við Beta til Sanya sem er höfuðborgin hér á Hainan Island. Það var mikil upplifun að fara þangað og loksins var Kína eins og við vorum búin að ímynda okkur þ.e.a.s fullt af fólki og allt í kínversku .).
Við löbbuðum um bæinn og keyptum heilan helling af tyggjó því það var víst efst á óskalistanum hjá dóttur minni að kaupa tyggjó í Kína.
Það var mjög gaman að labba um í bænum og skoða mannlífið í Sanya, fólkið ferðast flest um á vespum og oftar en ekki voru 3-4 að troða sér á sömu vespuna .
Leigubílarnir voru flestir vespa með hangandi kerru sem fólk treður sér í og lætur skutla sér á milli staða. Okkur leist nú ekki mikið á matseldina í borginni og enduðum eins og dæmigerðir túristar á KFC .
Það er búið að vera lúxus að vera hér á Hainan Island og allt eins og best er á kosið, öll umgjörð á mótinu er góð, völlurinn góður, veðrið gott og maturinn mjög góður.
Núna ætla ég að teygja aðeins meira og henda mér svo í háttinn svo ég vakni sprækur.
Kær kveðja
Biggi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.3.2007 | 14:53
Allt í fína í Kína
Jæja þá er maður búinn að spila völlinn og gekk það bara ágætlega. Dagurinn byrjaði frekar undarlega, við ætluðum að byrja daginn snemma og stilltum við klukkuna á 7. Við heyrðum ekki einu sinni í klukkunni og hrukkum upp um 10.20 og vissum ekki almennilega hvar við vorum.
Svona getur nú tímamunurinn farið í mann þar sem hann er 7 tímum á undann hér en í Lúx. Það var hlaupið niður í morgunmat áður en hann lokaði og var ég hálf feginn að sjá marga spilara í sömu sporum og ég með stýrur niður á kinnar.
Þá var haldið út á völl og tekinn létt upphitun og farið svo og spila. Völlurinn er mjög flottur, lítil grín en mjög mikill halli í þeim. Það er fullt af glompum, vötn hér og þar. Allt eins og það á að vera. Mikið atriði að vera réttum megin við pinnann.
Á morgun verður svo æft mikið pútt og vipp. Verð líka að hitta physio gæjann, láta nudda úr mér takið sem er ennþá að há mér aðeins.
Eftir það mun ég slaka á og fara í bæinn með konunni að kaupa myndavél svo við getum sýnt ykkur hvað það er fallegt hérna.
Því það er rosalega fallegt hérna, hótelið alveg við ströndina og sandurinn mjúkur eins og hveiti.
Maturinn góður og fólkið alveg yndislegt.
Bless í bili,
Biggi og Beta
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 16:24
Kapphlaup, tafir - 30 tíma ferðalag til Hainan Island
Jæja jæja þá erum við komin til Hainan Island eftir tæplega 30 tíma ferðalag.
Ferðin byrjaði nú ekki allt of vel því þegar við komum á flugvöllinn í Frankfurt svona frekar sein ;) þá var allt stopp í terminalinu okkar vegna öryggisráðstafana.
Það var pakki á gólfinu við hliðina á ruslafötu sem var verið að athuga með og eftir fullt af aðgerðum á pakkanum var opnað aftur og þá tók við kapphlaup hjá öllum að komast að innritunarborðinu sem allra fyrst til að tékka inn.
Þetta gekk allt saman upp og við upp í vél og áður en við vissum að vorum við komin til Hong Kong, við náðum að dotta í fluginu þannig 11 tímarnir voru alls ekki svo lengi að líða.
Við vorum í Hong Kong í 6 tíma og tókum svo flug til Hakuau og loks til Hainan Island :). Hótelið og umhverfið er rosalega flott og hlakkar okkur til að vakna á morgun og kíkja á aðstæður á vellinum.
Þegar við komum út úr vélinni tók á móti okkur mikill raki og hiti en hitastigið hér er ca 30 gráður og er spáð upp í 33 stiga hita á vikunni plús miklum raka :)..
Við ætlum svo að fara í bæinn á morgun að kaupa myndavél því okkar datt í gólfið á Tene og er ónothæf ;) við setjum svo inn myndir af herlegheitunum :)
Kveðja Biggi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2007 | 11:47
Ferðalagið til Kína
Hæ, hæ
Í dag byrjar ferðalagið til Kína. Ég var rétt í þessu að klára að pakka niður og er ég bara að bíða eftir að konan sé búin að pakka.
Jú hún ætlar að koma með og vera mér til halds og trausts, það verður frábært að fá hana með.
Mamma mín kom í gær og ætlar að passa börnin á meðan og erum við mjög þakklát fyrir það. Það er ekki á hverjum degi sem við getum farið til Kína saman.
Við munum keyra til Frankfurt á eftir og þaðan eigum við flug klukkann 17.35 til Hong Kong. Þegar þar er komið þá þurfum við að ná í farangurinn og ná í flugmiðana sem mun bera okkur til Hainan Island, þar sem mótið fer fram.
Ferðalagið mun taka allt að 24 klst. og munum við lenda 20.05 annað kvöld., gaman, gaman.
Það eina sem ég veit um völlinn er það að hann er hannaður af Robert Trent Jones og lofar það mjög góðu því hann hannar einungis glæsilega velli.
Æfingar hafa gengið vel fyrir utan smá meiðsli síðustu daga, tak undir vinstra herðablaði eftir lyftingar og æfingar.
Það verður vonandi orðið gott fyrir mót.
Jæja ég verð að rjúka, ég læt heyra í mér þegar við erum búin að koma okkur fyrir í Kína og skoða völlinn.
Bless, bless..
Biggi
Ferðalög | Breytt 12.3.2007 kl. 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar