Leita í fréttum mbl.is

Ókyrrð í háloftum

Þá er ég kominn til Lúxembúrgar og gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan það að vélin frá Hong Kong tók upp á því að hristast fyrstu 5 klukkutímana, sem var alls ekkert gaman.  Drykkjarföng út um allt og flugfreyjur pökkuðu bara saman og tóku sér pásu. flight-over-sea-800-2


En allt róaðist þetta eftir að við vorum komin framhjá Mont Everest.  Held bara að það hafi vottað fyrir smá flugveiki hjá okkur hjónunum og mun ég forðast það sitja aftast í vélinni aftur. Allt róaðist þetta svo og var horft á tvær fínar afþreyingar, The Guardian og Rocky Balboa með þetta líka fína comeback.  

Ferðin endaði svo heima í Lúx eftir 24 tíma ferðalag og var rosalega gaman að sjá börnin sem sváfu saman í faðmlögum uppí rúmi hjá okkur, var svo sætt.   

Viljum við hjónin þakka móður minni og mágkonu Betu fyrir hjálpina með börnin, ómetanlegur stuðningur þar á ferð.   

Mótið endaði vel og var það alveg nauðsynlegt að rífa sig upp listann og enda mótið fyrir ofan miðju af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn.  Ekki verra að hafa verið betri en Paul Macginley þó svo að stefnan var sett á að vera betri en Lee Westwood,  það verður bara næst. 

Þannig að allt er þetta í réttri átt hjá okkur og erum við að bæta okkur.   Seinnipartinn í dag mun ég halda til Madeira eyjunnar  sem er hluti af Portúgal og byrja ég að spila þar á fimmtudaginn. 

Því miður þá næ ég ekki að spila æfingahring en við göngum völlinn á morgun og setjum upp svakalegt leikskipulag.  

Kylfusveinninn minn í næstu tveimur mótum verður góður félagi minn Stefán Már Stefánsson,  góður drengur þar á ferð og verður að vanda svakalega gaman hjá okkur. 

Nú verð ég að fara að pakka niður og undibúa mig fyrir næstu törn.  

Bestu kveðjur,

Biggi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju bæði tvö með alveg frábæran árangur.

Kossar og knús Alda

Alda (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:52

2 identicon

Sæll Birgir Leifur!

Til hamingju með árangurinn, frammistaða þín verður öllum kylfingum mikil kvatning sérstaklega unga fólkinu. það er ótrúlegur fjöldi sem fylgist með þér í baráttunni. Gangi ykkur Stefáni vel á næstu mótum.

Kveðja Júlíus Rafnsson

Júlíus Rafnsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til hamingju með góðan árangur Birgir og gangi þér vel, þú verður betri en Lee Westwood.

Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband