Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Fuglalíf á Madeira

Fjörið byrjað á Madeira.

Skorkortið mitt.

Staðan á mótinu.biggi madeira

Meira síðar.


Ókyrrð í háloftum

Þá er ég kominn til Lúxembúrgar og gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan það að vélin frá Hong Kong tók upp á því að hristast fyrstu 5 klukkutímana, sem var alls ekkert gaman.  Drykkjarföng út um allt og flugfreyjur pökkuðu bara saman og tóku sér pásu. flight-over-sea-800-2


En allt róaðist þetta eftir að við vorum komin framhjá Mont Everest.  Held bara að það hafi vottað fyrir smá flugveiki hjá okkur hjónunum og mun ég forðast það sitja aftast í vélinni aftur. Allt róaðist þetta svo og var horft á tvær fínar afþreyingar, The Guardian og Rocky Balboa með þetta líka fína comeback.  

Ferðin endaði svo heima í Lúx eftir 24 tíma ferðalag og var rosalega gaman að sjá börnin sem sváfu saman í faðmlögum uppí rúmi hjá okkur, var svo sætt.   

Viljum við hjónin þakka móður minni og mágkonu Betu fyrir hjálpina með börnin, ómetanlegur stuðningur þar á ferð.   

Mótið endaði vel og var það alveg nauðsynlegt að rífa sig upp listann og enda mótið fyrir ofan miðju af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn.  Ekki verra að hafa verið betri en Paul Macginley þó svo að stefnan var sett á að vera betri en Lee Westwood,  það verður bara næst. 

Þannig að allt er þetta í réttri átt hjá okkur og erum við að bæta okkur.   Seinnipartinn í dag mun ég halda til Madeira eyjunnar  sem er hluti af Portúgal og byrja ég að spila þar á fimmtudaginn. 

Því miður þá næ ég ekki að spila æfingahring en við göngum völlinn á morgun og setjum upp svakalegt leikskipulag.  

Kylfusveinninn minn í næstu tveimur mótum verður góður félagi minn Stefán Már Stefánsson,  góður drengur þar á ferð og verður að vanda svakalega gaman hjá okkur. 

Nú verð ég að fara að pakka niður og undibúa mig fyrir næstu törn.  

Bestu kveðjur,

Biggi 


Allt í fína í Kína

Jæja þá er maður búinn að spila völlinn og gekk það bara ágætlega.  Dagurinn byrjaði frekar undarlega, við ætluðum að byrja daginn snemma og stilltum við klukkuna á 7.  Við heyrðum ekki einu sinni í klukkunni og hrukkum upp um 10.20 og vissum ekki almennilega hvar við vorum. 

Svona getur nú tímamunurinn farið í mann þar sem hann er 7 tímum á undann hér en í Lúx. Það var hlaupið niður í morgunmat áður en hann lokaði og var ég hálf feginn að sjá marga spilara í sömu sporum og ég með stýrur niður á kinnar. course01_s

Þá var haldið út á völl og tekinn létt upphitun og farið svo og spila.   Völlurinn er mjög flottur, lítil grín en mjög mikill halli í þeim.  Það er fullt af glompum,  vötn hér og þar.   Allt eins og það á að vera.  Mikið atriði að vera réttum megin við pinnann. 

Á morgun verður svo æft mikið pútt og vipp. Verð líka að hitta physio gæjann, láta nudda úr mér takið sem er ennþá að há mér aðeins. 

Eftir það mun ég slaka á og fara í bæinn með konunni að kaupa myndavél svo við getum sýnt ykkur hvað það er fallegt hérna.  

Því það er rosalega fallegt hérna, hótelið alveg við ströndina og sandurinn mjúkur eins og hveiti.  

Maturinn góður og fólkið alveg yndislegt.  

Bless í bili,

Biggi og Beta


Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband