Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

3. dagur

Jæja jæja,,  þá er þriðju dagurinn á mótinu búinn og ég nokkuð sáttur með gang mála hjá mér miðað við að hafa verið að taka sveifluna í gegn.   Ég fór vel af stað en missti aðeins flugið á seinni níu holunum en endaði þetta vel.  Veðrið er gott, völlurinn góður og allt eins og best verður á kosið eins og hina dagana á mótinu.   Það er búið að vera gaman að hafa kylfingsmenn með síðustu daga og vona ég að þeir hafi fengið betri innsýn á hvernig mótin ganga fyrir sig hjá spilurum á túrnum.  Ég er búinn að deila herbergi með ensku félaga mínum sem sér um að panta flug fyrir spilarana á túrnum og er það nánast ný reynsla fyrir mig að vera með "ókunnugum" í herbergi yfir mót.   Síðasti dagurinn á morgun og á ég teig rúmlega 10 þannig að það er best að fara að henda sér í háttin en uppgefinn eftir daginn.   Ég vona eins og áður að ég komi með góðar fréttir á morgun og eftir hringinn krosslegg ég fingur að komast heim í faðm fjölskyldunnar fyrir næsta mót sem verður í Frakklandi strax í næstu viku.

Hafið það sem allra best öll

Ble ble

Biggi

 


Kominn í gegnum niðurskurðinn..

Dagurinn í dag gekk barasta vel fyrir sig, ég byrjaði með látum og var mjög sáttur við sláttinn.   Á sjöundu holu byrjaði að blása og við það urðu grínin erfiðari því þau eru mjög hörð og hröð og við það fóru skorin að hækka hjá mönnum.  Ég er virkilega ánægður með sláttinn hjá mér og vona að þessi tilfinning muni halda áfram hjá mér út mótið.   Púttin hafa ekki alveg verið að detta hjá mér og vann ég aðeins í þeim eftir hringinn í dag og vona að það skili sér með betra skori á morgun. 

Jæja ég ætla ekki að hafa það meira núna en því ég þarf að henda mér í háttinn því ég þarf að vakna snemma á morgun..

Minni á skemmtilega lýsingu á hringnum hjá mér frá Páli Ketilssyni hjá kylfing.is.

Later

Biggi


Kveðja frá Vín

Ég er ekki hættur að blogga,, það er allt búið að vera á móti mér í tölvumálum síðustu tvær vikurnar og endaði með því að tölvan byrjaði að spúa eldi í Wales þannig að það var ekkert skrifað í því móti.  Í Wales var ég að vesenast mikið með að leita eftir sveiflunni minni, ég var farinn að fara í gamalt far og var að slá illa.   Allar aðstæður á mótinu voru frábærara, völlurinn góður þannig en ég var því miður langt frá því að vera sáttur við mitt golf og ætla að gleyma þessu móti sem allra fyrst.

Núna er ég í Austurríki að spila við aðstæður eins og þær gerast bestar, hér er allt rosalega amerískt og vægast sagt geggjað Smile.  Staffan landsliðsþjálfari og þjálfari Team Iceland hingað að fylgjast með mér í tvo dag og með Andrés þjálfarann minn á línunni og Staffan mér við hlið þá er ég vonandi að komast aftur á rétta braut með sveifluna hjá mér.  Núna er bara málið að koma sér í fuglafæri, æfa púttin vel og þá er þetta auðveldur leikur.  Völlurinn er í frábæru ástandi og aðstæður gerast varla betri, grínin eru æði og öll pútt fara þangað sem þeim er púttað en ef maður missir braut þá er erfitt að bjarga pari.  Veðrið leikur við keppendur, kanski pínu heitt eða um 30 stiga hiti.

kylfingur.is kom hingað í gær og er að fylgjast með og eru víst með mjög góða lýsingu á hringnum í gær ef ykkur langar að kíkja á síðuna hjá þeim .

Vonandi verð ég með góðar fréttir í lok dags en núna ætla ég að henda mér út á æfingarsvæði.

Kveðja

Biggi


Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband