9.6.2007 | 20:47
3. dagur
Jæja jæja,, þá er þriðju dagurinn á mótinu búinn og ég nokkuð sáttur með gang mála hjá mér miðað við að hafa verið að taka sveifluna í gegn. Ég fór vel af stað en missti aðeins flugið á seinni níu holunum en endaði þetta vel. Veðrið er gott, völlurinn góður og allt eins og best verður á kosið eins og hina dagana á mótinu. Það er búið að vera gaman að hafa kylfingsmenn með síðustu daga og vona ég að þeir hafi fengið betri innsýn á hvernig mótin ganga fyrir sig hjá spilurum á túrnum. Ég er búinn að deila herbergi með ensku félaga mínum sem sér um að panta flug fyrir spilarana á túrnum og er það nánast ný reynsla fyrir mig að vera með "ókunnugum" í herbergi yfir mót. Síðasti dagurinn á morgun og á ég teig rúmlega 10 þannig að það er best að fara að henda sér í háttin en uppgefinn eftir daginn. Ég vona eins og áður að ég komi með góðar fréttir á morgun og eftir hringinn krosslegg ég fingur að komast heim í faðm fjölskyldunnar fyrir næsta mót sem verður í Frakklandi strax í næstu viku.
Hafið það sem allra best öll
Ble ble
Biggi
Athugasemdir
Gangi þér vel á morgun elsku Biggi. Þú stendur þig vel :) og það er gaman að fylgjast með þér.
Kveðja Ásdís og co
Ásdís Eva (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 22:44
Flottur hringur í dag - frábært að klára mótið svona. Til hamingju með þetta biggi. Gaman að heyra þulina á Sky bera fram nafnið þitt - þeir eru greinilega farnir að taka eftir "the player from Iceland."
kv valgeir
Valgeir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:28
Til hamingju með frábæran árangur á þessu móti..Þú ert algjör hetja þetta er svo flott hjá þér :)
Dagný og Svenni (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 15:01
Athyglisverð statístikk á www.europeantour.com. Númer 14 í "Greens In Regulation" !!! Nr. 139 í "Putts per GIR".... ljóst hvar þarf að eyða meiri tíma ;-)
Góður (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 19:24
sé að þú ert skráður á BMW mótið í Munchen ætla að keyra þangað á laugardaginn og horfa á, vonandi næ maður að sjá þig spila.
Gangi þér vel.
Kv
Kjartan Vídó
Kjartan Vídó, 19.6.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.