Leita í fréttum mbl.is

Kominn í gegnum niðurskurðinn..

Dagurinn í dag gekk barasta vel fyrir sig, ég byrjaði með látum og var mjög sáttur við sláttinn.   Á sjöundu holu byrjaði að blása og við það urðu grínin erfiðari því þau eru mjög hörð og hröð og við það fóru skorin að hækka hjá mönnum.  Ég er virkilega ánægður með sláttinn hjá mér og vona að þessi tilfinning muni halda áfram hjá mér út mótið.   Púttin hafa ekki alveg verið að detta hjá mér og vann ég aðeins í þeim eftir hringinn í dag og vona að það skili sér með betra skori á morgun. 

Jæja ég ætla ekki að hafa það meira núna en því ég þarf að henda mér í háttinn því ég þarf að vakna snemma á morgun..

Minni á skemmtilega lýsingu á hringnum hjá mér frá Páli Ketilssyni hjá kylfing.is.

Later

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá bloggið í gangi aftur og góður gangur í hringnum í dag !!!! 

Góður (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 12:05

2 identicon

Smá viðbót.. Var að horfa á lýsinguna á SKY og menn eru farnir að taka eftir kallinum.... Voru að fara yfir leaderbordið og "...Here's that Icelandic player Birgir Hafthorsson.. shot a solid sixty eight to end at four under..."

Góður (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 13:46

3 identicon

Flottur árangur í dag Biggi. Hlökkum til að fylgjast með þér á morgun. Gangi þér áfram vel..

Dagný og Svenni (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband