8.6.2007 | 09:05
Kveðja frá Vín
Ég er ekki hættur að blogga,, það er allt búið að vera á móti mér í tölvumálum síðustu tvær vikurnar og endaði með því að tölvan byrjaði að spúa eldi í Wales þannig að það var ekkert skrifað í því móti. Í Wales var ég að vesenast mikið með að leita eftir sveiflunni minni, ég var farinn að fara í gamalt far og var að slá illa. Allar aðstæður á mótinu voru frábærara, völlurinn góður þannig en ég var því miður langt frá því að vera sáttur við mitt golf og ætla að gleyma þessu móti sem allra fyrst.
Núna er ég í Austurríki að spila við aðstæður eins og þær gerast bestar, hér er allt rosalega amerískt og vægast sagt geggjað . Staffan landsliðsþjálfari og þjálfari Team Iceland hingað að fylgjast með mér í tvo dag og með Andrés þjálfarann minn á línunni og Staffan mér við hlið þá er ég vonandi að komast aftur á rétta braut með sveifluna hjá mér. Núna er bara málið að koma sér í fuglafæri, æfa púttin vel og þá er þetta auðveldur leikur. Völlurinn er í frábæru ástandi og aðstæður gerast varla betri, grínin eru æði og öll pútt fara þangað sem þeim er púttað en ef maður missir braut þá er erfitt að bjarga pari. Veðrið leikur við keppendur, kanski pínu heitt eða um 30 stiga hiti.
kylfingur.is kom hingað í gær og er að fylgjast með og eru víst með mjög góða lýsingu á hringnum í gær ef ykkur langar að kíkja á síðuna hjá þeim .
Vonandi verð ég með góðar fréttir í lok dags en núna ætla ég að henda mér út á æfingarsvæði.
Kveðja
Biggi
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Frábært Biggi minn, var að lesa á kylfing.is að þú værir komin áfram, gangi þér áfram vel, kveðja frá mömmu
Ella Kristín (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.