Leita í fréttum mbl.is

Funheitur framan af.....

Dagurinn i dag byrjaði heldur betur með látum og var ég fínu formi fyrstu 11 holurnar samtals 5 undir pari:)   Rétt missti svo fugl á 12. holu, eftir það var ég of ákafur og sló léleg högg og var að taka rangar ákvarðanir í val á kylfum.  Út frá því lenti ég í erfiðum aðstæðum til að bjarga parinu,  það var að vísu smá óheppni á 16. þar sem ég reyndi við grínið í öðru högginu missti það réttn vinstra meginn við grínið og þegar ég kom að gríninu þá var mér sagt að boltinn hafi lent á stígnum og skotist 40 metra áfram og útaf vellinum. 

Það var frekar súrt ofan í tvo skollana sem ég var ný búinn að fá og ekki nóg með það þá þurfti ég að labba til baka þar sem Thomas Björn var að bíða eftir að fá að slá annað höggið sitt:(  En ég náði góðu höggi og reddadi skollanum,  það verður að láta þessar stjörnur aðeins bíða eftir sér hihihi.

Annars er ég bara búinn að vera mjög sáttur við spilamennskuna að undanförnu og þá sérstaklega púttin þar sem þau eru heldur betur búin að lagast.   Hef verið að vinna mikið í þeim og þá sérstaklega taktinum.  Það sem vantar uppá leikinn minn núna er að fara sjá skor upp á mínus 7 eða betra.  Það hlýtur að fara koma:)

ble,ble,

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er búin að vera svakaleg spilamennska undanfarið... ussss.... ekki langt í toppinn..

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:45

2 identicon

Sæll vinur, þetta lítur vel út hjá þér nú er bara að halda dampi í þessu. Við fylgjumst spennt með og vonum að þú komir bráðum heim með gull, silfur eða brons!

Raggi og Laufey (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 23:04

3 identicon

Glæsilegur árangur undanfarið, til hamingu með þetta. Þurfum endilega að endurnýja skófatnaðinn á kallinn. Bjallaðu endilega á mig (544 2160) eða sendu póst.

Baráttukveðjur frá Ecco á Íslandi

Tryggvi Elínarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:03

4 identicon

Stórglæsilegt!!! Þetta hlýtur að koma eins og þú segir.

Baráttukveðjur úr Sóltúninu

Burkni (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:16

5 identicon

Gaman að fylgjast með þér og sjá hvað þér gengur vel :-)!! Það hefði verið gaman ef þínir menn hefðu verið í úrslitunum á móti mínum mönnum (Liverpool). Bestu kveðjur og allir puttar krossaðir :-) fyrir þig!! Hörður og Silla.

Hörður Níelsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband