17.3.2007 | 15:26
Sólbrunninn og flottur
Jæja þá er 3. dagurinn búinn og endaði kallinn á parinu og er ég langt frá því að vera sáttur við daginn. Í dag var frekar hvasst og varð völlurinn aðeins öðruvísi en hina tvo dagana.
Ég byrjaði mjög vel, fugl á fyrstu holunni og rétt missti fuglinn á annari, á þeirri þriðju kom svo klaufalegur skolli 3 pútt úr
Fjórðu holu missti ég svo stuttan fugl þannig að það var stutt í frábæra byrjun eins og ég stefndi að en í staðinn datt ég svolítið í sama farið og í gær, að basla á grínunum sem leiddi í það að ég reyndi að komast nær holunni en gekk ekki alveg.
Í heildina litið þá er ég samt sáttur við spilamennskuna vantar aðeins upp á að komast í stuð og klára færin.
En það kemur með þolinmæðinni.
Það sem ég græddi á hringnum var að ég fékk þennan fína rauða lit á hendur og háls, gleymdi að bera á mig sólarvörn í morgun var aðeins utan við mig þegar ég vaknaði.
Rauk bara niður í morgunmat og beint upp á golfvöll. Þannig að ég er með þessa flottu bóndabrúnku núna en ég kaupi mér bara brúnkukrem á restina, þá verð ég orðinn flottur, hihi.
Jæja þá er best að skella sér í háttinn og spýta svo í lófana á morgun.
Bið að heilsa,
Biggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Íþróttir | Breytt 18.3.2007 kl. 00:21 | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel i fyrramálið Biggi minn, ekki slæmt að mæta sólbrúnn og sætur á völlinn. Hef fulla trú á að þú eigir góðan lokadag.
kveðja, Inga
Inga (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 15:39
Nú sendi ég þér sterka stauma,sem leiðir boltann um loftin blá og stýrir honum beint í holu.Hugarorka og einbeitni í hverju skoti og Biggi kominn í fremstu röð.
Kær kveðja
Kristján Pétursson, 17.3.2007 kl. 17:29
gangi þér vel þetta er allt á réttri leið og mundu eftir öllum stuðningnum að heiman kveðja úr keflavík Jói b
Jóhann Björn (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.