Leita í fréttum mbl.is

3. niðurskurðurinn í röð

Ég náði niðurskurðinum sem er frábært fyrir leikformið svona snemma árs.  

Ég er mjög sáttur hvernig  ég er að spila, ég er að hitta mikið af brautum og grínum en kúlann vildi bara ekki detta ofan í holuna í dag.  Ég óð gjörsamlega í færum, missti sex pútt sem voru þrír metrar og minna,  það er alveg grátlegt að nýta ekki svona daga betur.  

Átti aðeins í erfiðleikum með að lesa grínin en reyni að bæta það á morgun.

Ég ætla að leggja svipað leikskipulag næstu tvo daga og vonast til að púttin fari að detta í þá því það er allt of stutt í góða hluti :). 

Ég hitti 10 brautir, 16 grín og var með 32 pútt í dag.    

Eftir hringinn fórum við Beta konan mín saman í kínverskt grill í boði mótshaldara sem var alveg æðislegt.  

Fullt af "djúsí" mat og fannst okkur bestur kjúklingurinn í karrý. Fórum samt varlega í hann því hann var frekar sterkur og enginn tími í magavesen á morgun. 

En annars verður dagurinn tekinn snemma á morgun á rás klukkan 8.51 eða 00.51 á íslenskum tíma.  

Bið að heilsa í bili,

 

Biggi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Gangi ykkur vel - nú fylgist maður með á hverjum degi

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 16.3.2007 kl. 14:38

2 identicon

Fylgist alltaf með þér og vona að þú klárir þetta með stæl. Hef fulla trú að nú sé komið að topp 20 allavega.

 Lárus Magnússon 

Lárus Magnússon (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:00

3 identicon

Þetta er flott hjá þér Biggi minn, þetta kemur allt með kalda vatninu, "þolinmæði er dyggð" eins og maðurinn sagði!

Dazzi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:21

4 identicon

Vorum að koma úr einangrun. Höfum verið uppí bústað frá fimmtudegi og erum nú á fullu að lesa um gengi helgarinnar. Alveg frábær árangur. Til lukku. Sjáumst fljótlega :)

Gengið á Suðurvangnum

Dagný (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband