16.3.2007 | 04:02
Klæddur og kominn á ról
Þá er dagur tvö á mótinu runninn upp .
Ég byrjaði daginn rólega, fór í morgunmat og er búinn að vera að teygja á skrokknum og gera æfingar.
Veðrið er mjög gott ca 30° skýjað en sólin lætur sjá sig inn á milli þannig að það verður eflaust frekar heitt í dag.
Ég er rétt í þessu að fara að leggja af stað út á golfvöll en þar tek ég létta æfingu á púttgríninu, vippa og slæ nokkrum boltum.
Dagurinn leggst bara mjög vel í mig og er ég staðráðinn í að gera mitt allra besta í dag til að komast í gengum niðurskurðinn, ég er búinn að fylgjast með skori keppanda í dag og eru þau mjög góð þannig að það er eins gott að halda rétt á spöðunum ætli maður sér að komast áfram.
Læt vita hverngi hringurinn gekk seinna í dag...
Hægt er að fylgjast með gangi mála á mbl.is og einnig er staðan á mótinu hér.
Biggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:17 | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
Áhugaverðir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.