Leita í fréttum mbl.is

Fegurð í Kína

Fyrsti dagurinn er yfirstaðinn og ég bara sáttur við gang mála, hefði að vísu viljað vera betri því ég var í góðum færum á seinni 9 holunum. Þetta gekk allt saman mjög vel, var aldrei í neinum teljandi vandræðum á hringnum og var að slá vel. biggi við spjald

Kaddýinn minn sem er local maður stóð sig vel á pokanum en ég sá það fljótt að það var ekkert að þýða að vera að fá ráð hjá honum því þegar ég spurði hann um púttlínu þá jánkaði hann bara út í bláinn. 

Það eru góð skor í dag og verður það örugglega næstu daga líka.  Völlurinn gefur færi á sér og eru nokkrar stuttar par 4 holur og maður verður að nýta par 5 holurnar vel.   

Ég hitti 9 brautir, 14 grín hitt og með 30 pútt á hringnum. Eins og ég sagði þá er ég bara nokkuð sáttur við daginn og við verðum bara að halda sama dampi á morgun.  

Eftir hringinn fórum við svo út í garð,  fengum okkur drykk og slökuðum aðeins á " þetta er erfitt líf á túrnum".  Ég fór svo aðeins í gymið og tók léttar æfingar til að fá smá blóðflæði af stað í skrokkinn það er alveg nauðsynlegt eftir svona mikið labb.  Mikilvægt er að teygja svo vel á hverjum degi. 

Veðrið er búið að vera æðislegt og konan er alveg óð á myndavélinni og leið mér á tímabili eins og við hefðum aldrei komið á golfvöll áður.   

Hún dró mig út um alla staði og setti mig allskonar stellingar og eina sem ég var að passa upp á var að enginn myndi sjá okkur.   

Þegar ég ætla loksins að fá að taka myndir af henni þá virðist aldrei vera réttur tími fyrir það, hárgreiðslan ekki í lagi eða ekki alveg orðin nógu brún "hún er svo mikil dúlla þessi elska". 

"Úpps fékk högg í öxlina".

Jæja núna ætlum við að fara að fá okkur að borða, bið að heilsa í bili.

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Gaman að fylgjast með þér þarna úti, gangi þér vel eða eins og kaninn segir "go get 'em tiger".. eða... sko ekki Woods, en samt.. .æi þú skilur....

Kveðja úr jólasnjókomunni á Selfossi.

Júlíus Sigurþórsson, 15.3.2007 kl. 12:33

2 identicon

Það er greinilega gaman hjá ykkur   Gangi þér vel á morgun.

Kveðja,
KK

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:57

3 identicon

Þið eruð bæði dúllur :) !! Ekkert smá gaman að fá að fylgjast svona með + að ég spjalla við Betu á msn alla daga. Ótrúleg þessi tækni hún í kína og ég á Íslandi og við getum spjallað á msn eins og ekkert sé.... hún sagði mér að þarna væri mikið um myndarlega menn...hmmm. En herra alheimskeppnin er víst líka í gangi þarna!!!! Nú skil ég að hún hafi farið með....ha ha ha!!! En Biggi minn þeir hafa að sjálfsögðu ekkert í þig ;) Hafið það gott

Dagný (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:38

4 identicon

Góður fyrsti dagur og svo er bara að endurtaka leikinn á morgun, good luck...tuff, tuff. Fylgist spennt með .

Hlakka til að sjá fleiri myndir, þú stendur þig eins og hetja í pósunum af þessum sem komnar eru hér á bloggið. Og Beta, þú kannski smellir nokkrum af þessum myndarlegu mönnum sem eru í kringum þig og sýnir mér prívat og persónulega næst þegar við hittumst

Kv. Thelma frænka 

Thelma (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:01

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gangi þér vel á mótinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.3.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband