14.3.2007 | 14:57
Dæmigerður túristi ;)
Ég byrjaði daginn á æfingum og heimsókn til sjúkraþjálfara.
Hann bannaði mér að æfa mikið í dag og sagði mér frekar að hvíla og teygja eins mikið og ég gæti fyrir morgundaginn.
Eftir æfingu og miklar teygjur fórum við Beta til Sanya sem er höfuðborgin hér á Hainan Island. Það var mikil upplifun að fara þangað og loksins var Kína eins og við vorum búin að ímynda okkur þ.e.a.s fullt af fólki og allt í kínversku .).
Við löbbuðum um bæinn og keyptum heilan helling af tyggjó því það var víst efst á óskalistanum hjá dóttur minni að kaupa tyggjó í Kína.
Það var mjög gaman að labba um í bænum og skoða mannlífið í Sanya, fólkið ferðast flest um á vespum og oftar en ekki voru 3-4 að troða sér á sömu vespuna .
Leigubílarnir voru flestir vespa með hangandi kerru sem fólk treður sér í og lætur skutla sér á milli staða. Okkur leist nú ekki mikið á matseldina í borginni og enduðum eins og dæmigerðir túristar á KFC .
Það er búið að vera lúxus að vera hér á Hainan Island og allt eins og best er á kosið, öll umgjörð á mótinu er góð, völlurinn góður, veðrið gott og maturinn mjög góður.
Núna ætla ég að teygja aðeins meira og henda mér svo í háttinn svo ég vakni sprækur.
Kær kveðja
Biggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gaman að koma á nýja og framandi staði. vertu duglegur að teygja;) Gangi þér sem allra best í mótinu....be in control!
Kveðja, Heiðar
Heiðar (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:33
Hæhæ
Gangi þér sem allra best á mótinu
Mundu svo að kaupa eitthvað fallegt handa mér úti, er sammála dóttir þinni, það er svoldið flott að fá útlenskt tyggjó
Með bestu kveðju
Peta frænka
Petronella Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:23
Þetta er nú það sem heldur þessum alþjóðlegu veitingahúsum uppi, því þrátt fyrir að vera að ferðast og vilja sjá og prófa ýmislegt framandi, þá endum við oftast á að borða á veitingastöðum sem við þekkjum af okkar heimasvæði :) ... var annars að skrifa í kvöld ritgerð þar ég fjallaði um vanda kínverskrar ferðaþjónustu, en hún byggist hraðar upp (sérstaklega hótelgeirinn) en menn ráða við, og starfsmannaskortur er að verða stórt vandamál. Hótelin þurfa að þjálfa starfsfólk sitt og hluti af þjálfuninni er enskukennsla. Vandinn er hinsvegar sá að starfsmenn líta á þetta sem stökkpall og eru við fyrsta tækifæri komnir til fyrirtækja sem starfa á alþjóðamarkaði og borga betur. Þeir gætu verið að leysa vandann með því að öll þjálfun byggi á sk. succession planning, þ.e. miði að þvi að starfsmenn fái sífelldar stöðuhækkanir, með betra starfi og hærri launum.
Jón Þór Bjarnason, 14.3.2007 kl. 21:41
Nú er klukkan á Íslandi 23.20 og ef mér reiknast rétt til þá eruð þið komin á ról og á leið niður í morgunmatinn. Það styttist í að þú hefjir leik Biggi minn og langar mig bara til að senda þér baráttukveðjur og óska þér góðs gengis í mótinu. Hjartans knús til dóttur minnar, vona að hún færi þér styrkinn sem upp á vantar. Tengdó og co.
Ingibjörg Sólrún (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:23
frábær 1 hringur hjá þér Birgir nú er bara að bæta ofan á þetta
Bestu kveðjur frá Hornafirði
Gestur Halldórsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.