Leita í fréttum mbl.is

Uppgjör Indónesíu

jæja þá er ég loksins kominn í tölvu samband og fyrsta mót ársins búið ég bara sáttur við þróun mála. Þó svo að ég hefði viljað endað betur um helgina. Þriðji dagurinn var ekkert sérstakur, ég var í miklu vandræðum með teighöggin og átti erfitt að setja mig í góð færi á grínunum. Fjórði dagurinn var mjög góður og ég kominn í smá stuð á miðjum hring, leikskipulagið var alveg að ganga upp en svo kom frestun á leik og ég sá stöðu mála og ætlaði mér of mikla hluti. Þegar ég kom á völlinn aftur ætlaði mér bara helst í topp 15 en það var mér að falli þar sem ég tók of miklar áhættur á pinna eitthvað sem maður bara reynir alls ekki við í þessari aðstæðu og þá erum við að tala um eins metra spursmál fyrir dúndrandi fugli eða léttum skramba. "Svona getur nú græðgin farið með mann" En aftur á móti er ég mjög sáttur við stöðugleikann hjá mér í mótinu fyrir utan tvær ákvarðanir, margt mjöf jákvætt og mun ég vinna á því og laga það sem miður fór hjá mér. En það var Finninn Miko Ilonen sem vann mótið er ég mjóg ánæður með það því þar er góður strákur á ferð. Miko er fyrsti Finninn sem vinnur á mótaröðinni. Ég er núna kominn í faðm fjölskyldunnar til Tenerife eftir 32 klst ferðalag, hér mun ég nota tímann til að æfa mig og slaka vel á með fjölskuldunni. Ég reikna með því að komast inn í Singapore og Kína og koma svo strax tvö mót í Portúga eftir Asíu Þannig að ég að það eru fjögur mót í röð sem verður frábært fyrir leikformið. Bið að heilsa í bili. Biggi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ til hamingju með að hafa lokið fyrsta mótinu á árinu. Það er mjög gaman að fylgjast með þér hérna á síðunni og munum við pottþétt kíkja hingað reglulega ;)
Kveðja
Laufey og Raggi

Laufey og Raggi (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 23:36

2 identicon

Til hamingju með árangurinn og þetta verður betra með hverju mótinu.

Guðni Sig. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:20

3 identicon

Fín byrjun á árinu, til hamingju með þetta.

Bói (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:47

4 identicon

Flottur árangur hjá þér Birgir.
Njóttu Tenerife vel :)

Stefán V. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:48

5 identicon



ég er 11 ára stelpa sem er alltaf með pabba mínum í golfi hann er oft að segja mér fréttir hvað þér gengur vel úti í útlöndum á öllum þessum mótum mér finnst mjög gaman í golfi ég fer með pabba út á völl oft að spila á sumrin og á krakkagolf sem er einu sinni á ári þá fæ ég að taka vinkonu mína með okkur finnst mjög gaman en haltu áfram og þetta er mjög góð byrjun á árinu Hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu !!!
Kveðja Sesselja

Sesselja Ósk (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:46

6 identicon

Sæll og til hamingju með frábæran árngur. Endilega bloggaðu meira svo hægt sé að fylgjast með hvernig atvinnu golfari eyðir tíma sínum í æfingar og spilamennsku. Gangi þér allt í haginn.

Elías (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:49

7 identicon

sæll og blessaður til hamingju með þetta og flott byrjun á nyju ári. gangi þer vel og við heyrumst.

tommi i danmörku (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:50

8 identicon

Hæ hæ
Loksins að maður kvitti hér fyrir komu sína, fylgjumst auðvitað með okkar fólki í baráttunni. Gangi ykkur allt í haginn
Gústi og co

Gústi Vals og co (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband