19.2.2007 | 22:46
Uppgjör Indónesíu
jæja þá er ég loksins kominn í tölvu samband og fyrsta mót ársins búið ég bara sáttur við þróun mála. Þó svo að ég hefði viljað endað betur um helgina. Þriðji dagurinn var ekkert sérstakur, ég var í miklu vandræðum með teighöggin og átti erfitt að setja mig í góð færi á grínunum. Fjórði dagurinn var mjög góður og ég kominn í smá stuð á miðjum hring, leikskipulagið var alveg að ganga upp en svo kom frestun á leik og ég sá stöðu mála og ætlaði mér of mikla hluti. Þegar ég kom á völlinn aftur ætlaði mér bara helst í topp 15 en það var mér að falli þar sem ég tók of miklar áhættur á pinna eitthvað sem maður bara reynir alls ekki við í þessari aðstæðu og þá erum við að tala um eins metra spursmál fyrir dúndrandi fugli eða léttum skramba. "Svona getur nú græðgin farið með mann" En aftur á móti er ég mjög sáttur við stöðugleikann hjá mér í mótinu fyrir utan tvær ákvarðanir, margt mjöf jákvætt og mun ég vinna á því og laga það sem miður fór hjá mér. En það var Finninn Miko Ilonen sem vann mótið er ég mjóg ánæður með það því þar er góður strákur á ferð. Miko er fyrsti Finninn sem vinnur á mótaröðinni. Ég er núna kominn í faðm fjölskyldunnar til Tenerife eftir 32 klst ferðalag, hér mun ég nota tímann til að æfa mig og slaka vel á með fjölskuldunni. Ég reikna með því að komast inn í Singapore og Kína og koma svo strax tvö mót í Portúga eftir Asíu Þannig að ég að það eru fjögur mót í röð sem verður frábært fyrir leikformið. Bið að heilsa í bili. Biggi
Athugasemdir
Kveðja
Laufey og Raggi
Laufey og Raggi (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 23:36
Guðni Sig. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:20
Bói (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:47
Njóttu Tenerife vel :)
Stefán V. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:48
ég er 11 ára stelpa sem er alltaf með pabba mínum í golfi hann er oft að segja mér fréttir hvað þér gengur vel úti í útlöndum á öllum þessum mótum mér finnst mjög gaman í golfi ég fer með pabba út á völl oft að spila á sumrin og á krakkagolf sem er einu sinni á ári þá fæ ég að taka vinkonu mína með okkur finnst mjög gaman en haltu áfram og þetta er mjög góð byrjun á árinu Hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu !!!
Kveðja Sesselja
Sesselja Ósk (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:46
Elías (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:49
tommi i danmörku (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:50
Loksins að maður kvitti hér fyrir komu sína, fylgjumst auðvitað með okkar fólki í baráttunni. Gangi ykkur allt í haginn
Gústi og co
Gústi Vals og co (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning