Leita í fréttum mbl.is

Kína hér kem ég

Jæja þá er komið að því að ég held af stað til Kína :).
 
Eftir mikla vinnu er mér að takast að redda mér vegabréfsáritun inn í landið og fæ hana vonandi hjá ambassadornum í Lúx á föstudaginn :)..ChinaGreatWall
 
Ég er ekki búinn að fá flugið hjá gaurnum sem sér um mín mál í gegnum túrinn en bíð rólegur eftir því.
 
Ég á von á að ég fari á sunnudaginn frá Frankfurt sem eru rétt rúmum tveim tímum frá Lúxembourg.
 
Í vikunni er ég búinn að vera að æfa og klára mál sem átti eftir að klára og er það allt að verða klappað og klárt. Veðrið er búið að vera alveg ágætt, tók 9 holur í gær í mjög góðu veðri, æfði en svo þegar ég var að klára þá kom þessi líka ausandi rigning.
 
Æfingarnar hafa gengið mjög vel, ég er að hitta boltann mjög vel og má segja að hvert högg hjá mér í gær hafi verið alveg eins og ég vildi hafa það og var mjög sáttur með gang mála.
 
Ég væri nú alveg til í að vera að spila í Singapore núna en komst því miður ekki inn í mótið en svona getur þetta nú verið.

Hef það ekki lengra að sinni... en læt heyra í mér áður en ég fer út..

Bestu kveðjur Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband