Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ókyrrð í háloftum

Þá er ég kominn til Lúxembúrgar og gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan það að vélin frá Hong Kong tók upp á því að hristast fyrstu 5 klukkutímana, sem var alls ekkert gaman.  Drykkjarföng út um allt og flugfreyjur pökkuðu bara saman og tóku sér pásu. flight-over-sea-800-2


En allt róaðist þetta eftir að við vorum komin framhjá Mont Everest.  Held bara að það hafi vottað fyrir smá flugveiki hjá okkur hjónunum og mun ég forðast það sitja aftast í vélinni aftur. Allt róaðist þetta svo og var horft á tvær fínar afþreyingar, The Guardian og Rocky Balboa með þetta líka fína comeback.  

Ferðin endaði svo heima í Lúx eftir 24 tíma ferðalag og var rosalega gaman að sjá börnin sem sváfu saman í faðmlögum uppí rúmi hjá okkur, var svo sætt.   

Viljum við hjónin þakka móður minni og mágkonu Betu fyrir hjálpina með börnin, ómetanlegur stuðningur þar á ferð.   

Mótið endaði vel og var það alveg nauðsynlegt að rífa sig upp listann og enda mótið fyrir ofan miðju af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn.  Ekki verra að hafa verið betri en Paul Macginley þó svo að stefnan var sett á að vera betri en Lee Westwood,  það verður bara næst. 

Þannig að allt er þetta í réttri átt hjá okkur og erum við að bæta okkur.   Seinnipartinn í dag mun ég halda til Madeira eyjunnar  sem er hluti af Portúgal og byrja ég að spila þar á fimmtudaginn. 

Því miður þá næ ég ekki að spila æfingahring en við göngum völlinn á morgun og setjum upp svakalegt leikskipulag.  

Kylfusveinninn minn í næstu tveimur mótum verður góður félagi minn Stefán Már Stefánsson,  góður drengur þar á ferð og verður að vanda svakalega gaman hjá okkur. 

Nú verð ég að fara að pakka niður og undibúa mig fyrir næstu törn.  

Bestu kveðjur,

Biggi 


Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband