Leita í fréttum mbl.is

Erfiðleikar

Ég hefði nú alveg verið til í að enda betur hringinn í dag því að tvöfalldi skollinn á fyrstu holunni var svo klaufalegur að það hálfa væri nóg, í fyrsta högginu lenti ég beint á braut, annað höggið var mjög gott en þriðja höggið sem átti að vera létt vipp tók ég þunnt og langt yfir :(.  Annars gekk þetta bara ágætlega fyrir sig og við Stebbi bara ángæðir með að hafa náð niðurskurðininum og vitum að við eigum fullt inni. 

Það getur verið erfitt að vera frá fjölskyldunni og það sannaði sig í dag, þegar ég var búinn að spila og og heyrði í konunni þá var maður frekar lítill í sér að hafa ekki verið til staðar þegar þau lentu leiðindar atviki í dag.  Beta og krakkarnir voru að koma heim, Beta byrjaði á að taka dótið úr bílnum og fór inn með Inga Rúnar, Birgitta var úti í bíl og hún fór út að sækja hana, allt í einu skellti Ingi minn hurðinni og lokaði þau öll úti.  Beta var á  inniskónum, Ingi á sokkunum og Birgitta bara í léttum fötum og til að toppa þetta þá var aukalykillinn ekki á sínum stað.  Konan stóð með litlu krílin símalaus og lyklalaus og setti litlu skvís í kerruna og ætlaði að hendast yfir til nágrannans en þá ældi litla dúllan mín yfir sig alla og alla kerruna plús mömmu sína.  Beta fór útæld til nágrannana að leita hjálpar og eftir að hafa náð að gera sig skiljanlega þá reddaðaist þetta allt saman í lokin með því að slökkviliðið kom á staðinn að opna fyrir þeim.  Þeir skemmdu að vísu lásinn og konan þarf að ganga í það á morgun að redda því :S.  Helst langaði mér að fara beint heim en þar sem við erum svo nálægt næsta móti sem er í Lisabon á fimmtudaginn þá tekur það því ekki.  Við Stebbi eigum flug í kvöld til Lisabon og ætlum að æfa þar á fullu þangað til að mótið hefst.   Svona getur þetta nú stundum verið...

En þrátt fyrir allt þá erum við Stebbi sprækir og ætlum okkur að gera vel í næstu viku. 

Kveðja

Biggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki hægt að vera alls staðar Biggi minn, það vill til að konan þín er hörkutól og kallar ekki allt ömmu sína - ömurlegt að lenda í slíku. Þetta er búið að ganga vel hjá þér það sem af er, nú er bara að að gera vel á næsta móti og koma með nýja hurð á húsið, allavega nýja læsingu. Bestu kveðjur frá okkur til þín og Stebba, þið standið ykkur vel.      Inga, Dolli og Svanhildur

Inga (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:12

2 identicon

Jisús minn...en agalegt. Jú rétt hjá henni Ingu ef það er einhver sem bjargar sig útúr aðstæðum sem þessum þá er það kona þín..En ég skil samt vel að þér hafi liðið svona. Slökkviliðið þetta er nú pínku spaugilegt, allavegna e-ð sem verður gaman að minnast í framtíðinni ha ha.

Gangi þér vel í Lisabon Biggi, frábært hjá þér að vera alltaf að komast í gegnum niðurskurðinn svo sjáumst við hress um páskana :)

Dagný (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband