Leita í fréttum mbl.is

Nokkuð bjartsýnn

Dagurinn í dag endaði bara vel og verð ég að segja að ég er bara nokkuð sáttur. Staðsetning vallarins er upp í fjalli og völlurinn því mjög hæðóttur. Stefán Már var að standa sig mjög vel á pokanum og verður án efa í fanta formi á morgun eftir labbið upp og niður brekkurnar í dag. Hótelið sem við erum á er mjög fínt, þó ekki sé neinu lífi hér fyrir að fara. Við höfum til að mynda arkað um svæðið í leit að góðum veitingastöðum með misgóðum árangri. Eftir hringinn í dag skelltum við okkur svo í gufu og tókum sólarhæðina fyrir morgundaginn. Kvöldunum höfum við eytt í að horfa á Prision break og fleiri góða þætti og haft það kósý hi hi.. Ég á teig klukkan 8.35 í fyrramálið og verð í holli með norðmanni og englendingi. 

Vona svo bara að ég færi ykkur góðar fréttir á morgunCool,

Biggi
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér áfram sem allra best. GKG-ingar á leið til Costa Ballena eru stoltir af þér. Þú ert sómi okkar, sverð og skjöldur!

 Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það verður þinn dagur á morgun Birgir
Gangi þér vel
Þorsteinn Sverrisson

Þorsteinn Sverrisson, 23.3.2007 kl. 22:55

3 identicon

Gangi þér sem allra best maður fylgist með eins og maður fylgist með Íslenska landsliðinu!!!! og ekki gleyma því, þú ert að spila fyrir Ísland!

 Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Var að lesa bloggið hanns Ingva Hrafns Íslandshreyfingin húmbúgg?  þar sem hann fer lofsamlegum orðum um þig. Gangi þér allt í haginn kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 02:16

5 identicon

Hvað fékkstu þér eiginlega í morgunmat?  2 fuglar á fyrstu 2 holunum!!  Stórgott start..

Bói (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og spilar á Evrópumótaröðinni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband